Sameiningin - 01.10.1918, Síða 22
246
og öðrum, — með vanþakklæti sínu að færa inn í 'þann dálk
reikning'a mannlífsins, þar sem óhagur og skaði bókast.
fað er því viturlega ráðið, skoðað aðeins frá ihlið þjóð-
þrifa og þjóðheilla, sem að reglu er orðið bæði í Canada og
Bandaríkjunum, að boða alþjóð að (halda þaklætishátíð ár
hvert. Til þess hefir verið fundið að alþjóð bæri að kannast
við velgerðir Drottins og tjá honum þakkir fyrir, og líka til
þess, að hún þyrfti sjálfs sín vegna að temja sér þakklæti.
Með því að þiggja með þakklæti velgerðir Drottins verður
þjóð, eins og einstaklingur, aðnjótandi blessunar hans. Hann
sem hefir kent oss að biðja: Gef oss í dag vort daglegt brauð,
hefir með þvá gefið fyrirheit um, að hann blessi þá, sem við
það kannast, að þeir fái brauð sitt af hendi hans og þiggja
það með þakklæti.
Einlhver mesta blessunin, sem af þakklátssemi leiðir, er
ánægja. Ánægður maður og ánægð þjóð! Eða óánægður
maður og óánægð þjóð! Hvílíkur þó munur! Og ánægður
er sá, er sér að !hann Ihefir mikið að þakka fyrir. Og því
meira sem það er og dýrðlegra, því ánægðari er hann. Hvergi
ætti því ánægjan að vera meiri en hjá kristnum manni og hjá
kristinni þjóð; hver kristinn maður hefir þegið svo mikið og
þiggur, og nýtur svo mikils, að hann finnur til þess, fyrir hve
mikið hann Ihefir að þakka. Og það sem einstaklingurinn
kristni ihefir þegið, það hefir kristna þjóðin þegið, eða á að
hafa þegið. Geri hún sér ekki grein fyrir því, hvað hún hafi
þegið með kristindóminum og eigi, þá stendur eins á fyrir
henni og manni, sem á auð en er þó fátækur, af því hann veit
ekki af auðnum sínum.
pað minnir á hjón, sem franskur íherforingi kom til og
leitaði húsaskjóls 'hjá og hjúkrunar. Hjónin létu honum alt
það í té, sem þau gátu, en kom fyrir ekki. Hann dó 'hjá þeim.
En áður en hann dó, fékk hann þeim 1000 franka seðil í þakk-
lætisskyni fyrir kærleikann, sem Ihonum hafði verið sýndur.
Hjónin þektu ekki peninginn. Héldu að þetta væri mynd.
Og af því þeim leizt svo ved á hana og af því þau vildu geyma
hana í minningu um manninn, létu þau búa ti'l ramma utan
um hana og hengdu hana upp sem prýði í stofu sinni.
pannig ber þjóð sig að, sem hættir að skilja kristinndóm-
inn og gera sér grein fyrir því, hvað ihún hefir eignast með
honum og á. Hann er ihenni eins og fögur mynd, sem dást
má að, eða eins og tignarmerki, sem utan á manni er, en ekki
kraftur frá Guði til Ihjálpræðis og nýs 'Mfs.
Ekkert verk, sem unnið er til gagns og til heil'la þjóð og