Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1918, Page 24

Sameiningin - 01.10.1918, Page 24
248 og stríða ihvem dag, til þess að ihafa ofan af fyrir sér, konu og bömum. Og þó öfundar hann nú þenna mann. Vitaskuld ekki af ytri kjörum hans. Nei, af öðru, sem hann nú sá að var meira virði en öli ytri dýrðin. Hann heyrði manninn syngja við verkið sitt. Hann stakk og mokaði og söng. Og hvað söng hann ? Hann söng fyrir Guði. Fötin hans voru ieirug, og á sjálfum honum voru leir- slettumar. En — gegn um leirinn skein ánægjan og gylti hann. Ríki maðurinn starði nú á hann undrandi. Hann fann til 'þess, hvemig ánægjan ummyndaði hann. Og honum sýnd- ist nú hann vera orðinn að konungi, konunglega skrýddum og við konunglegt verk, — fátæki maðurinn leirugi, sem var við moldarmokstur. Og að hann væri einmitt ríki maðurinn; en sjálfur væri hann fátæki maðurinn og vinnuþrællínn, sem væri í þjónustu hins versta harðstjóra. f sálu hans var dimt. Og af myrkri þvá sáust merkin hið ytra. pað hafði ummyndað hann líka. En hvílíkur munur á ummyndun! Fötin hans prýðilegu voru orðin leir- ug og 'ljót. Hann sjálfur þó ennþá ljótari. Hann átti enga ánægju í hjartanu, og engan söng, — engan söng fyrir Guði; því ihann átti engan Guð, sem gerði hann ánægðan og glaðan. Hann hafði týnt Guði. pegar hann hugsaði um að verða ríkur og auðurinn safn- ast utan að honum, þá ofmetnaðist hjarta hans, svo að hann gleymdi Guði og týndi honum. Og nú fanst honum hann ekki eiga neitt, og ánægjan öll var horfin og starfs'löngun og starfsþróttur um leið. Hér er sýnt hve miklu maðurinn tapar, sem týnir Guði úr hjarta og lífi, en hinsvegar hvílíkur ávinningur það sé, hvílíkur gróði fyrir þetta líf Mka, að eiga Guð. Og minnir það á, hve nauðsyniegt það sé, ekki aðeins fyrir hvem einstakl- ing, heldur l'íka fyrir ihverja þjóð, að Guð ekki gleymist og týnist honum eða henni; og að um það sé hugsað og að því trúlega unnið, að sönn trú á Guð og traust á ihonum og sönn guðrækni varðveitist og eflist sem bezt með hverri þjóð. Með því að temja isér þakklátssemi, temur maðurinn sér að hugsa um Guð og velgerðir han-s, og að tiieinka sér með þakklátu hjarta æ betur alt það, sem Guð vil'l veita. Um leið vex ánægja hans og gleði, og þróttur hans og þrek, og hugur hans og dugur til þess að lifa lífi til blessunar öðrum, en Guði tii dýrðar. pjóð, sem temur sér það, græðir eins, og bless- ast og verður tii blessunar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.