Sameiningin - 01.10.1918, Síða 26
250
konur og mæður. Og vér eigum margar, margar konur slík-
ar; og menn þeirra eru ;þeim líkir.
Af öllu 'hj arta elska eg gleði lífsins; en þeir, sem hana
hljóta, sækjast aldrei eftir henni sem takmarkinu sjálfu,
heldur njóta hennar sem umbunar erfiðis síns og verðlauna
fyrir áræði í hættum, sem aldrei var sókst eftir, en heldur
ekki flúið undan þegar skyldan bauð að mæta þeim. Og þeir,
sem hafa unnið til gleði, en launað hefir verið með sorg,
verða að temja sér íþá karlmannlegu huggun, sem er dýrmæt
hraustum sálum, þá huggun, sem fæst á tímum styrs og stáls
fyrir meðvitund um það, að lögmáli réttmæts lífs er ekki full-
nægt með gleðinni einni, heldur með þjónustu, og með fóm-
færslu þegar þjónustan krefst hennar.
Engin þjóð getur orðið voldug nema synir hennar og
dætur hafi það efni í sér, sem gagn er að á hetjutímum.
Hetju-andinn er 'þó ekki annað en tindur pýramídans, sem
stærstur er neðst, og hvílir á grundvelli skyldustarfanna
hversdagslegu. Enginn her hefir verið hraustur, nema svo,
að liðsmennimir hafi verið öruggir. En öruggleiki liðsmanna
er fánýtur nema svo, að þeir allir og undirforingjar liðsins
hafi um marga mánuði, og yfirforingjar um mörg ár, verið
við erfiðar, þreytandi og kveljandi æfingar. Á sama hátt
eru borgarar landsns einkis virði, nema svo, að þeir á neyð-
artímum sýni samskonar móð og þær tvær miljónir Banda-
ríkjamanna, sem á þessari grimmu stríðstíð hafa fúslega
boðið sig til herþjónustu undir gunnfána stjarnanna, á sjó
og landi, og þær hinar miljónir, sem nú væru við hlið þeirra
handan haf ef þess hefði verið kostur; og þó gagnar sá móð-
ur ekkert þegar til lengdar lætur, nema svo, að á friðarttm-
um geri karlar og konur isér grein fyrir því, að æðst allra
skyldna er skyldan sú, að viðhalda fjölskyldu-lífi, helguðu
af ást og virðingu eins manns og einnar konu og fúsleik
þeirra til að ala upp böm, sem hraust eru á líkama og sál og
verða pantur þess, að fjölskyldulíf, og þá líka þjóðlíf, hald-
ist við lýði.
Vei þeim, sem sækjast eftir dauða ófrjóseminnar; dauða,
sem ekki nær til þeirra sjálfra einungis, heldur mannkyns-
ins; dauða, sem hlýst af ófrjósömu lífi sjálfselskunnar.
En íheiður, æðstur heiður, sé þeim, sem ó'hræddir ganga
í berhögg við dauðann fyrir gott málefni; ekkert líf er jafn
heiðarlegt eða jafn frjósamt eins og slíkur dauði. Nema svo,