Sameiningin - 01.10.1918, Síða 30
254
“OÞaS skil eg vel,” sagSi faðir hennar blíSlega. “En hva5 heldur
þú nú, 'þegar á alt er litið, að mömmu þyki mest variS í? Manst þú
eftir því, sem presturinn sagSi í ræðunni sinni á sunnudaglnn var, þeg-
ar hann var aS tala v'iS drengina og stúlkurnar um MæSra-daginn, sem
er á sunnudaginn kemur ?”
“Hann talaSi heilmikiS um kærleiks-þjónustu,” sagSi DavíS, sem
tók alt af vel eftir því sem presturinn sagSi í kirkjunni.
“Já, og hvaS sagSi hann um þaS efni?” spurSi pabbi.
“Mig minnir aS hann segSi aS kærleiks-þjónusta væri bezta gjöf-
in sem drengur gæti gefiS mömmu sinni,” svaraSi DavíS.
“ÞaS er alveg rétt, DavíS minn,” svaraSi faSir hans. “En heldur
þú þá, aS þiS Lucy ha'fiS gefiö mömmu beztu gjöfina?”
“ÞaS er eg hræddur um aS viS höfum ekki gjört, pabbi,” svaraSi
Daviö ; “viS höfum veriö svo önnum kafin aö hugsa um hina gjöfina.”
“En þaS er víst ekki of seint aS gefa henni beztu gjöfina, pabbi?”
sagöi Lúcy. Hún var farin aS skammast sín fyrir aö hafa látiS
mömmu sína vinna öll verkin, sv'o hún var dauSlúin.
“Nei, Lucy mín,” svaraöi faöir hennar; “þaS er aldrei of seint á
meöan þiS hafiö hana hér hjá ykkur; en þiS vitiö aS hún verður ekki
alt af hjá ykkur.” Og svo fór hann frá þekn, svo aö þau gætu hugsaS
og rætt þetta mál sín á milli.
Og þau hugsuöu þaS og ræddu rækilega, því þeim þótti öllum
undurvænt um hana mömmu sína.
Þegar afmælisdagurinn hennar kom, afhentu þau henni hátiSlega
silkikjólinn fallega, sem þau höföu keypt handa henni. Og ekki þarf
frá því að segja, aö henni þótti dæmalaust vænt um gjöfna. En langt
um vænna þótti henni samt um lítið blaS, sem nælt var á kjólinn. A
þaS var þetta skrifað;
“Elsku mamma! 'Þetta er ekki nema nokkur hluti af afmælisgjöf-
inni. Því bezta átt þú enn eftir aö veita móttöku, og þaS er kærleiks-
þjónusta frá okkur öllum.”
FLORENCE NIGHTINGALE.
(NiSurlag.J
ÁSur en vika var liöin var Elorence Nightingale búin aS safna aS
sér þrjátíu hjúkrunarkonum, sem voru seinna nefndar “Englasveitin”,
útvega miklar birgSir af nauöisynjum og lögS af staö til Krím.
Hún fór fyrst til herbúSaspítalans í Skutari; en alls hafSi hún yf-
irumsjón yfir átta sjúkrahúsum. Þennan spitala í Skutari hafSi
Tyrkja-stjórn iléö Bretum. ÞaS var stór húsa-ferhyrningur, og hver
hliðin nærri því fjórðungur mílu á lengd. HúsiS var gott og vel sett;
en inni í því var óþrifnaSur, óregla og eymd, sem engin orS fá lýst.
SærSir menn láu þar í mestu þrengslum og skorti flest er .þeir þurftu.
Þar vantaSi vatnsilát, sápu, þurkur, sjúkraföt, og hermennirnir láu í
óhremum og blóöugum hermannafötunum; ekki voru þar heldur til
matreiSsluáhöld eSa matreiSslufólk.