Sameiningin - 01.04.1919, Side 7
37
býli; væri ekki svo, mmidi eg þá bafa sagt yður, að eg
fari burt til að búa yður stað ? ’ ’ Hér er liinn dýrlegasti
búningur orðsins mn eilíft líf: Föðurhús liinmn anegin;
ekki er í kaldan eða dimman lieim að hverfa, heldur til
föðurhúsa; ákveðinn staður, ekki ráp né sveim um dular-
geim óvissrar tilveru; og viðtökur og samfundir hinum
megin, “Eg mun taka yður ti!l mín, til þess að þér séuð
og þar sem eg er”.
Dásamlegt er þetta orð frelsarans: “Yæri ekki svo,
myndi eg þá hafa sagt vður, að eg færi burt til að búa
yður stað?” Með þessum orðum segir hann við sálu
mannsins: Óttast ekki, meðsköpuð þrá þín er sönn, það
er líf hinum megin grafarinnar, og ef þú vilt trúa mér til
þess, þá skal eg búa þér stað hjá sjálfum mér heima í
húsum míns himneska föður. Hann þekti von og þrá
mannshjartans og fullvissar oss um, að alt muni rætast,
alt. sem vér ihöfum vonað og þráð og beðið Guð að full-
vissa oss um. Hann segir sama sem: Efcki vildi eg að
þér gerðuð yður neinar tálvonir, eða ímynduðuð vður
það, sem ekki er; eg hefði sagt yður það hreinskilnislega
ef spádómar hjartans ættu ekki að rætast.
Þegar vér minnumst þess, að Jesús talaði á þessa
leið á sjálfri skilnaðar-stundinni, þá verður umsögn
hans mn þetta efni jafnvel enniþá helgari. Hvorki kvíð-
inn fyrir kvala-krossinum, sem beið hans, né tilhlökkunin
til heimkomunnar í föðurhúsin, aftraði honum frá því að
taka fylsta tillit til þeirra, sem fléttað höfðu líf sitt við
haun, og fulivissa þá um, að alt væri gott, aldrei skyldu
þeir devja og í rauninni aldrei skilja.
Eða hugsum vér til frelsaraus á þessari stundu, sem
þess, sem stóð í sjálfs vor sporum og átti fyrir höndum
sömu rauu og. vér, en ineð meiri útsýni andans og
reynsluiþekking á föðurhúsunum himnesku? Mér finst
vér hafa rétt til þess, að liugsa oss Guð-manninn eins
og sjálfa oss, að því leyti sem hann “ sampíndist veikleika
vorum”. Hann unni jarðnesku lífi og öllum dásamleg-
um margbreytileik tilverunnar hér, fuglunum, btómunum,
náttúrudýrðinni og samfélagi við menn — eins og vér.
Hann vafði allan heiminn að hjarta sér: hæðirnar, þar
sem hann lék sér lítill drengur, bernskuheimilið sitt og