Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 9
39 vor. Og þó má vera, að það, sem mest af öllu gleður hjörtu vor, sé sú vissa, sem vér liöfurn fyrir því, að hann sé enn í upprisunni og uppstignmgunni til dýrðarinnar, staðgöngumaður vor, eins og hann var það í pínunni og dauðanum, svo það sem fram við hann kom, komi einnig, lians vegna, fram við oss. Hann er í upprisudýrðinni enúþá einn af oss, fyrstur, heztur bræðranna, en áreiðan- lega bróðir vor, svo fyrir bræðralagið við liann eigum vér alt með honum. Því betur sem oss skilst það, að á allan liátt erum vér skyldir Jesú, að oss er fyrir samfé- lagið við hann veitt hluttekning í eðli hans, og fyrir hann og í honum hefir faðir vor á himnum gert oss að sonum sínum og dætrum, — því auðugra verður líf vort að feg- urð og friði, ódauðleika og dýrð. Því er það, að nú vil eg bið.ja um það um fram alia hluti, að oss veitist fyiir heilagan anda náð til þess, að finna það í instu hjartans meðvitund, að hinn upprisni dýrðar-sonur Guðs sé bróðir vor, og vér séum samarfar lians að upprisunni frá dauð- um og ummyndan til himin-lífs og alsælu í híbýlunum hjá föðurnum himneska. Ef oss skilst það, að hann, sem kom handan um höfin stóru og staðnæmdist á jörðu til að taka hér á sig manneðlið, með synd þess og dauða, fara með ])að uppá kross friðarsáttmálans og stíga með það niður í ríki dauðans, en gefa því og kraft guðdóms síns til þess að upprísa til eilífs lífs — þá höfum vér borgið eilífðar-þrá hjarta vors og fengið vissu fyrir voninni. Þá umbreytist alt líf vort nú þegar, og æfin öll á jörðu verð- ur páskahátíð. Þá eldumst vér hvorki né deyjum, og eiktamörk þau, er menn kalla dauða, verða ekki annað en sólaruppkoman á sumardaginn fyrsta. Heyrum 'þá hvað hann segir, Iivað hann talar fá opn- aðri gröfinni, hvað liann talar til vor ofan úr dýrðinni: ‘‘Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á guð og trúið á mig. 1 húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ebki svo, mundi eg þá hafa sagt yður, eg fer burt til að búa yður stað ? — Eg mun taka yður til mín, því eg er upprisan og lífið; 'hver sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.