Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1919, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1919, Qupperneq 10
40 Samdráttur og samvinna lúterskra kirkjufélaga í Vesturheimi. Það er alkumiugt, að lúterska kirkjan íhefir verið óþarflega sundurslitin liér í landi, og Irelzt til seinfær í öllum tilra'unum til samdráttar. Tvent hefir valdið þessu. Fyrst og' fremst það, að Lútersmenn, sem hingað hafa fíuzt, eru af ýmsu bergi brotnir, og hafa ‘hópað sig sam- an eftir þjóðerni, eins og eðlilegt var; en í Norðurálfu hefir kirkja vor aldrei myndað neitt samveldi, og því síður lotið nokkurri alls lierjar einvaldsstjóm kirkju- legri; og var því ómögulegt að reka saman þessi lútersku þjóða-brot með valdi, þegar hingað kom, eins og kaþólsk- ir Ihafa gjört. Ennfremur hefir ágreiningur um trúar- atriði, og um afstöðu kirkjunnar gagnvart ýmsran játn- ingargreinum, orðið til þess að aufca skiftinguna og tefja fyrir allri einingar-viðleitni. 1 þesisu, sem síðar var nefnt, liggur bæði styrkur og veikleiki kirkju vorrar. Hún lætur sér ant um hreina trú og heilsuisamlega kenningu. Fyrir þú isök getur hún ekki annað en verið vandlát með trúarlærdómana, því að trúin varðveitist ekki hrein, nema sannleikurinn sé hreinn og ómengaður, sem hún lifir á. Þetta hefir kirkja vor látið sór skiljast, hér í landi að minsta kosti, og sloppið um leið við lausamenisku þá og efaisýki, sem svo mjög liefir brytt á í hópi guðfræðinga með öðrum kirkju- deildum. En vandlætið hefir að ýmsu leyti gengið of langt. — Lúterskum mönnum hættir við að gjöra öllum kenningar-atriðum jafn-hútt undir höfði; að verja svo kappsamlega sikilning sinn á ýmsum aukagetum, sem væri þar sjiálft meginmál trúarinnar í veði. Yandlæt- ingin út af slíkum ágreiningsatriðum hefir svo orðið bæði til þess að einangra lúterskt fólk miklu meir en góðu hófi gegndi, og s'kifta því í smáa flokka, sem oft og tíð- um bafa átt í höggi hver við annan út af trúarlærdómum, sem ekki voru nátengdir við sjálft hjartað. Margir mætustu menn kirkjunnar hafa lengi fundið til þess, að hér fór kirkjan ekki sem bezt með pund það, sem henni var trúað fvrir. Þessi kenningar-strangleiki er isprottinn af trygð við fagnaðarerindi frelsarans. Og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.