Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 15
45
Þar sem kappræður og deilur um viss trúaratriði
liafa raskað friði kirkju vorrar að meira eða minna leyti,
þá teljum vér oss 'bæði ljúft og skylt að lýsa -afstöðu
vorri við eftirfylgjandi
Kenningar:
1. Um Krist, endurlausn harís og sáttargjörð. Jesús
Kristur, Guð og Maður, hefir, eigi aðeins mönnunum til
lieill'a, h'eldur og í mannanna stað, tekið upp á sig syndir
heimsins með réttmætri hegning 'þeirra. 1 heimsins stað
og heiminum til heilla hefir hann með heilögu l'ífi sínu
fullnægt lögmálinu, og með þjáningum sínum og dauða,
með blóði sínu, lagt fram sektarfórn fyrir allan heim,
og komið mönnunum í sætt við þríeinan Guð; en reiði
Drottins er lcomin yfir alt mannkynið fit af syndinni, og
réttiæti lians krafðist fullnægingar.
2. Um fagnaðarerindið. Fagnaðarerindið er ekki
aðeins saga, frásögn um það, sem Jesús gjörði, heldur
býður það fram og gefur ávöxtinn af verki Krists — sér-
staklega fyrirgefningu syndanna. Það gefur mönnum
jafnvel máttinn til að þiggja gjafirnar, sem það býður.
3. Um aflausnina. í sjálfu sér er enginn munur á
afiausninni og fvrirgefning þeirri, sem fagnaðarerindið
býður. Eina skilgreiningin er sú, að aflausnin heimfærir
syndafyrirgefninguna beint til þess einstaklings sem
þráir huggun fagnaðarerindisins. Hún er ekki dómsúr-
skurður kennimannsins, um að þeir, sem aflausnarorðin
eru töluð til, hafi öðlast fyrirgefning.
4. Um shírnina og Guðs orð. Endurfæðingin er
verk heilags anda, er hann vinnur með skírninni og Guðs
orði. Hvorttveggja er því með réttu kallað endurfæð-
ingarmeðal.
5. Um réttlœtinguna. Réttlætingin er ekki verkn-
aður í manninum, heldur verk Guðs á ihimni, er hann
iýsir þann mann réttlátan, sem iðrast og trúir, eða lætur
silíkan iðrandi syndara skoðast sem réttlátan mann, með
því að tileinka honum réttlæti Krists fyrir trúna.
6. Um trúna. Trúin er ekki að neinu leyti komin
undir mannlegri orku. Hún er verk mannsins aðeins í
þeim skilningi, að það er maðurinn, sem trúir. En bæði