Sameiningin - 01.04.1919, Side 26
56
götunum í Reykjaví-k þar sem Úlfur fer fullur, syngjandi og hróp-
andi, þar til hann lendir í handalögmál, sleppur þó í þaö sinn, en
síðar kemst hann í “Steininn” fyrir dryklkjuskap og áflog.
Sagan sýnir þá kvöl, sem syndir hins unga og gerfilega manns,
baka sálunum göfugu, sem elska hann, föSurnum og unnustunni, —
þótt skríllinn hafi gaman af.
Hún sýnir aö kærleikurinn er þó voldugri en alt. Og að því
leyti endar sagan vel, þó þau séra- Ljótur og Margrét sitji grátandi
úti í Viðey og hafi horft úr landi á Úlf fara í sjóinn í ofveðrinu
mikla, þegar tjaldið fell.ur.
Það er mikil list og mikill skáldskapur í sögu þessari og lesin
mun hún af mörgum með samihygð við “Varginn í véum,” og með
aðdáun að séra Ljóti, — en því velur höf. svo f'ógrum manni svo
Ijótt nafn?
Það var sagt um Charles Dickens, að það væri í Sjálfu sér list.
hve nöfnin væru viðeigandi, er hann gaf mönnum og konum í sög-
um sínum, svo að af nafninu einu mætti það þegar ráða, hvern
mann hver persóna geymdi. ]þá list hefir Gunnar Gunnarsson víst
ekki tamið sér, því nöfnin eru oft óviðeigandi.
Og nú er allur flokkurinn — sögurnar fjórar af Borgarættinni,
eftir Gunnar Gunnarsson — kominn út á íslenzku, og er það með
stærri viðburðum í bókmentasögu íslands, slíkt snildarverk sem
þar er.
Séra J. A. O. Stub, sonur dr. Stub, formanns norsku kirkjunn-
ar í Ameriku, hefir meðan á stríðinu stóð gefið sig algjörlega við
stanfi í þarfir hermannanna. En niú er hann kvaddur af kirkju
sinni til þess að stofna al-enskan söfnuð í miðri Minneapolis-borg,
er nefnast s'kal Central Lutheran Church. Leiðtogarnir i þeirri
kirkju gera sér grein fyrir, að ekki dugar að loka augunum fyrir því,
að ajlur þorri af ungu fólki í stórborgunum hefir ekki gagn af guðs-
þjónustu á neinu öðru máli en ensku. Og iþeir sjá eflaust aö engin
ræktarsemi við það, sem norskt er, kemur fram í því að tapa fólki
út úr kirkjunni vegna þess það hefir ekki not af norsku. — Hvenær
skyldi verða tekið eftir því, að eins horfir við hjá oss lúterskum
íslendingum á ýmsum stöðum? Annað hvort verðum vér að taka
það til greina og hegða oss eftir því, eða eins fer fyrir oss og öðrum,
sem blindir eru í þessu tilliti. Unga fólikið tapast, án þess íslenzku
þjóðerni sé með því unnið nokkurt gagn.