Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 27

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 27
57 Missouri-sýnodan lúterska er um þessar mundir aö safna þremur miljónum dollars í sjóð til styrktar gömlum og heilsubiluöum prest- um og þurfandi prestsekkjum. Gangast leikmenn einir fyrir þessu, og ái máli'S upptök sín hjá þeim. Vilja þeir þannig tryggja öllum prestum kirkjufélags sins nauSsynlegan ellistyrk og ekkjum þeirra lífeyri ef þeirra missir viS. Mæla þeir fyrir þessu sem réttlætis- kröfu, en ekki sem ölrnusu. Ekki er talinn neinn vafi á þvi, aö upp- hæöin fáist, og telur þó kirkjufélag þetta ekki fulla þrjá fjóröu úr miljón fermdra meölima. Meþódista-kirkjan í Ameriku á von á góöum gesti innan skamms. Er það frú Lois Lee Parker, sem í sextiu og eitt ár er búin aö starfa sem trúlboði á Indlandi. Hún kemur til aö vera viöstödd á fimtíu ára afmælishátíö trúboösfélags kvenna í Meþódista kirkjunni. ETún var ein af stofnendum' þess félags, |þá á ferö í Ameríku, eftir éllefu ára starf á Indlandi. Kona þessi er ekkja Parkers bis'kups, sem látin er fyrir skömmu. Hefir hún unniö mikiö og fagurt verk ; þarfir indverskra kvenna, stofnaö kristilega skóla þeim til afnota, og yfirleitt veriö brautryöjandi í trúboösstarfinu. Ósegjanlega mörgum einstaklingum hefir hún verið til blessunar meö starfi sínu, og eftir þvi sem árin líöa veröa það fleiri og fleiri, sem njóta árang- urs af starfi hennar. Hún ætlar til baka til Indlands eftir stutta dvöl hér og starfa þar áfram meðan dagur endist. Lúterska kirkjan í Bandaríkjunum setti sér þaö markmiö aö safna hálfri miljón dollars til viöreisnar og liknarstarfs í Norður- álfunni. jþví takmarki hefir verið meir en náð, en ekki eru komnar nákvæmar skýrslur enn um hve mikið hefir safnast. Lúterski söfnuöurinn í bænum Stanley í Wisconsin-riki lagði til fast að hundraö manns í her Bandaríkjanna í stríöinu nýafstaðna. Þó margir þeirra lentu í orustum, komust þeir þó allir lífs af. Söfnuöurinn ætlar aö byggja sjúkrahús í þakklætisskyni, fyrir aö hafa fengið menn sína aftur heila á húfi. Síðustu skýrslur sýna að nú séu í lútersku kirkjunni í Ameríku 9,923 prestar, 14,830 söfnuðir og 2,443,812 fermdir meðlimir. I þessum skýrslum eru einungis þeir taldir, sem formlega tilheyra söfnuðum. Tala fermdra meðlima hefir aukist um 17,211. Erkibiskupinn í Sviþjóð hefir í hyggju að heimsækja á komandi sumri ýmsa söfnuöi í útlöndum. Ferö hans er heitið til Lundúna- borgar, Parisar, Berlínar og Kristjaníu, en á öllum þessum stöövum eru sænskir söfnuöir. Eftir skýrslum í amerískum blöðum var því nær átta miljón krónum varið fyrir áfengi í Svíþjóö áriö 1917, en áriö 1918 tólf miljónum. Sé rétt farið meö, er þar sannarlega þörf á kristilegri bindindisstarfsemi. Þann 17. Janúar síöastl voru liöin fimtíu ár síðan stofnaður

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.