Sameiningin - 01.04.1919, Side 31
61
starf í Shiusfayn-héraSi. Takashima sagöi þeim aS hann skyldi
grenslast eftir manni fyrir þá, og láta þá svo vita bréflega um
árangurinn. þ>egar hann var aö fara frá þeim, sögSu þeir honum,
aö hann væri rnaSurinn, sem þeir vildu fá. En hann haföi þá ekki
veriö við\ hiö óháöa trúboösstarf sitt nema tvo mánuöi, og var því
ófús til aö þiggja boö þeirra, af því aö honum fanst aö með því
væri hann að bregðast því málefni, er hann hefði aö sér tekiö og
afsala sér frelsinu, sem því fylgdi. En eftir nokkrar fortölur af
þeirra hálfu lét hann loks til leiðast aö lofa þeim því, aö hann skyldi
hlýta úrskurði “forstöðumannsins” í Tokio í því máli. Annar út-
lendinganna var trúiboöi innan hins júterska trúboös Einna, og hann
vildi fá Takashima fyrir aöstoöarmann sinn. 1 Desember 1911 fékk
Takáshima svo köllun írá trúboði Einna til aö vera tungumálakennari
og aðstoðarmaður. Hann tók þeirri köllun, og fluttist fyrir árslokin
með fjölskyldu sína til þorps er nefnist Tida; en það var gagnstætt
þvi sem venja var í Japan, þvá þar ríkir sú hjátrú, aö þaö viti ekki
á gott að flytja sig búferlum rétt fyrir áramótin.
Þarna starfaði hann þangað tij árið 1914, og það tímabil telur
hann sér hafa verið' þarft námsskeið og til styfkingar í trúnni, því
trúboðinn, sem haföi þar umsjón, veitti honum mikla aöstoð í því að
eignast ljósari skilning á sannindum ritningarinnar. Samt sem áður
var hann ekki með ölíu búinn að vinna bug á hinni gömlu tilhneigingu
sinni til að vilja vera “óháður”; og þegar trúboðsfélagið bauö honum
að gjörast r-eglulegur trúboði sinn, baöst hann undan því. En trú-
boðarnir lögðu fast að honum aö hætta viö þessa sérvizku, svo aö
hann lét loks undan ög var skipaður trúboði í Shimosuwa; þar átti
hann aö annast einn um starfið, en trúboðinn, sem hafði umboö með
því trúboði, átti að koma til hans viö og viö. Meðan hann dvaldi
þar, varð sálarheill verksmiðjustúlkna honum aftur mikið áhugamál,
því hann veitti því eftirtekt, aö það voru mestmegnis verksmiöju-
stúlkur, sem sóttu kvöldguösþjónustur hans. Hann fór þá að leggja
sig eftír því sérstaklega, aö hjálpa þeim, og annað árið, sem hann
dvaldi þar, tók hann að gefa út mánaðarrit, sem hann nefndi “Verk-
smiðju-ljósið”, og þaö tímarit gefur hann enn út. Hugsið ykkur,
að það eru yfir 70,000 stújkur, sem vinna í verksmiðjum í þeim bæ
einum! (í Nagoya-borg er^áætlað að séu 17,000 verksmiðjurj.
Vegna striðsins varö mjög örðugt að koma peningum frá Finn-
landi til Japan, og af þeirri ástæðu neyddist trúlboð Finna til þess
aö minka mjög starfsemi sína. Og með Iþví aö okkur vantaöi þá
trúboða í Nagoya JMr. Chiga, sem áður hafði verið þar prestur,
haföi verið fluttur til trúboðsstöðvar okkar í Hakata á Kyushu-
eyju), buðu bræðurnir finsku okkur einn sinna manna. Við kölluð-
um þá Takaslhima, og snemma í Septembermánuði síðastliðnum flutt-
ist hann hingað til Nagoya meö fjölskyldu sína, til þess að starfa
með okkur. Þau hjónin eiga 5 börn fyngsta barnið, drengur, fædd-
ist í þessari viku, 24. Fébrúar), og yngsta systir hans er líka hjá
þeim; foréldrar hans, sem bæði eru öldruð, flytja sig líklega líka
hingað, til þess að vera hjá honum.
f