Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 6
70 miklu aÖgengilegri, en hinar ströngu kröfur Jesú um endumýjungu liugarfarsins. En inni í hinu fagra agni er öngullinn, og áður en varir krækist hann í þá, og svo er togað af alefli I línuna, en iþá er oft of seint að sprikla og veita mótspyrnu; línan heldur. Og' skyldi þá einhverj- um, með Guðs hjálp, hepnast að rífa sig lausa, þá sleppa þoir þó aldrei óskaddaðir þaðan. Þessar og þvílíkar eru þær ginningar, sem heitt er á vorum dögum af óvina öflunum. ]\fargvíslegar eru þær stefnur, sem rísa upp á móti kristindóminum, fullar af hindurvitnum og fáránlegum liégóma kenningum, hvað sem þær nú heita allar saman: Christian Science, Guð- speki, Spiritismi og allir þessir “ismar” og fræðikerfi, sem alt er að verða fult af. Alt saman hættulegra, en beinar árásir opinberrar afneitunar á kristindóminn. Hér áður, meðan Ingersoll og Brandes og aðrir slík- ir mótstöðumenn voru í fullu fjöri og börðust með mælsku og snilli á móti kristindóminum, þá var ekki vandi að vita, hvar menn vildu standa; þá var oft hressandi að herjast, því það voru eins og fangbrögð tveggja jötna, kristindómsins annars vegar og hinnar beinu afneitun- ar og f jandskapar hins vegar. En hinn mikli óvinur hef- ir nú breytt um bardaga aðferð og kemur nú fram á svo lævísan hátt og í svo velgjörðu ljóssengils gerfi, að það or jafnvel erfitt fyrir útvalda (Matt, 24, 24), að sjá við vélabrögðunum, hvað þá fyrir liina hálfvolgu og hlut- lausu. Kristur og postularnir hafa sagt þetta fyrir og varað við hættunni. Nú er tími til að vakna! Vakir þú? Nú ríður á að sá eldmóður grípi unga menn, sem virki- lega vilja standa Krists megin, að þeir breyti eins drengi- lega við sinn himneska konung, eins og hinir ungu menn í Canada breyttu við sinn jarðneska konung. Nú má enginn hlífa sér, enginn draga af kröftum sínum, enginn vera aðgjörðalaus. Nú ríður á að sækja á og koma bar- áttunni út úr leynikrókunum inn í hið fulla dagsljós. Nií ríður á, að vér séum samtaka og svnum, hvort í oss sé nokkur dáð og atorka, hvort oss sé alvara með kristin- dóm vorn eða ekki. Vei gauðiim, sem hlífa sér. Eg veit, að það verður ekki heiglum lient, þegar út í algleyming-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.