Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 24
88 mikla eftirtekt. í ríkisþinginu norska varð út af því all- snörp rimma. — Mælt er, að þeir í kirkjunni norsku, sem skipa sér eins og mitt á milli, hugsi sér að stofna samband með sér, til eflingar samheldni innan kirkjunnar. Prestur- irm Erling Grönlund er með þeim fremstu í þeirn hópi. í Ruthton, Minnesota, er ensk-lúterskur söfnuður, sem erm þá er kirkjulaus . En kaþólski presturinn þar, hefir leyft þessum lúterska söfnuði að nota sína kirkju fyrir guðsþjónustur. Mun það vera þvínær einsdæmi, að kaþ- ólskur prestur geri slikt. Bakkusarvinir eru enn starfandi fyrir húsbónda sinn i Bandaríkjunum. Fyrst og fremst er verið að gera ítar- lega tilraun til þess, að fá bannlögin ónýtt fyrir dómstól- unum. Charles Evans Hughes, forsetaefni repúblíka við síðustu kosningar, kvað hafa verið boðnir 150,000 dollars ti! að sækja málið, en hann hafnaði boðinu, og kvaðst ekki mundu flytja slíkt mál fyrir dómstólunum, hvað sem í boði væri. pá var reynt við Taft, fyrverandi forseta, og hon- um boðið sjálfdæmi um borgun, en hann svaraði á þessa leið: “Herrar mínir, þér getið ekki staflað upp nógu gulli á þetta meginland, til að fá mig til að flytja mál ykkar fyr- ir rétti og fyrir almenningi, því eg vil gera yður kunnugt, að samvizka mín er ekki til sölu.” — Blaðið Christian Centui*y segir frá þessu. Ekki er þess getið, hvað Elihu Koot, sem nú er sagður að vera við málið riðinn, fái í aðra hönd. Dr. James M. Buckley, sem í 32 ár var ritstjóri blaðs- ins Christian Advocate, er nýlátinn í Morristown í New Jersey ríki, 83 ára gamall. Lét hann af ritstjórastarfi ár- ið 1912, vegna ellibilunar. Var hann einn af áhrifamestu blaðamönnum sinnar tiðar, og var hann oft nefndur “bisk- upa smiðurinn” (“The Bishop maker”), vegna þess, hve á- hrif hans voru mikil á þingum kirkju sinnar (Methodist- Fpiscopal), er um kosningu biskupa eða önnur mál var að ræða. --------------- Leikmaður einn í Baptista-kirkjunni sendi blaðinu Watchman Examiner, sem tilheyrir þeirri kirkjudeild, 5,000 dollara gjöf, í því augnamiði, að ekki þyrfti að hækka verð blaðsins. Vonaðist hann eftir, að fleiri efnamenn mundu fylgja í hans fótspor.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.