Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 22
86 óttast? Eg held að ríkið mætti þá sleppa kirkjunni. Kristur er eins sterkur.” Hér kveður við annan tón en í fyrirlestrinuim hans Jónasar okkar porbergssonar, sem Magnúsi dócent Jónssyni þótti svo mikið koma til. Jónas talaði af “reynslu”, og þess vegna áttu orð hans að vera svo merk. Jú-jú! Reynsia er vitaskuld góð, þegar hún er notuð með viti. Hvað myndi t. d. dócentinn segja um það, ef maður, sem skilið hefði við konuna sína vegna iilrar sam'búðar, flytti fyrirlestur um hjónabandið, og lýsti því ut frá sinni reynslu, og staðhæfði samkvæmt henni, að ólifandi væri í hjónabandi o>g enginn maður ætti itnn í það að ganga? Myndi hann segja það, ,sem hann segir um fyrirlestur Jónasar: — “f þessum fyrirlestri talar maður, sem hefir reynslu í þessu máli, og ‘greindur nærri getur, en reyndur veit þó betur’ ”? En svo skrifar líka prestur einn merkur sama manni nú síðastliðinn janúar: “það er ekki gott að vera sveitaprestur nú. Prestakalla- samsteypufarganið gerir það að verkum. En það kenni eg kirkjumáianefndinni — og djöflinum. Hann á mestan þátt í ríkiskirkjulöggjöfinni. Von er þótt menn vilji ekki aðskilnað ríkis og kirkju! Eg er með aðskilnaði eins og þú. Við viijum frelsi.” Auðheyrt er á þessum presti, að ekki eru þeir alveg lausir við djöfulinn þar heima, þótt einn af hinum stór-gáfuðu í Reykjavík væri -að gefa í skyn, að 'hin æðri vísindi, — hefir lík- lega verið guðspekin og anda-kuklið—, hefðu kveðið hann al- gerlega niður. í sama blaði “Bjarma” og þessar raddir heyrast og ný- komið er, segir frá því, að frásögn “Morgunblaðsins” um úrslit málaferianna í Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg, endi með þessum orðum: — “Mun mörgum furðuefni, að nokkrum geti fundisc sameining jafn-óiíkra flokka og Lúterstrúarmanna og Únítara geti komið til greina.” Ritstjóri “Morgunblaðsins” hefir ekki verið búinn að fræðast uim hugsjónina miklu, sem fæðast átti á síðasta pjóð- ræknisþingi ií Winnipeg, um sameining alla kirkna með Vest- ur-ísiendingum, en gat ekki fæðst vegna tímaleysis. Með- göngutíminn því framlengdur. N. S. Th. o

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.