Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 23
87
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Þessa deild annast séra C. K. Ölafsson.
f Transvaal í Suður-Afríku er bannað með lög’um að
selja Svertingjum áfengi. Vonandi njóta hvítu mennirnir
sömu hlunninda þar áður en langt um líður.
Harald Thorson, norskur auðmaður, er nýlátinn í St.
Paul. Arfleiddi hann St. Olaf College í Northfield, Minn.,
að tveimur miljónum doliars.
Eins og kunnugt er, hefir í mörg ár staðið stríð bar-
átta innan kirkjunnar í Noregi út af nýju guðfræðinni, og
eru horfurnar alt annað en friðvænlegar, enn sem komið
err. Frá 16. til 18. janúar þ. á. héldu þeir, sem eldri stefn-
unni fylgja, fjölment kirkjuþing (Landskirkjemöte) í Krist-
janíu. Erindrekar voru um 1,000, úr öllum hlutum lands-
ins. Stefnuskrá þingsins er tekin fram í eftirfylgjandi
liðum:
1. Að safna kirkjufólkinu til varnar hinni gömlu trú og
játningu, og til baráttu gegn ósönnum stefnum.
2. Að hefja þarafleiðandi, með einibeittu starfi, jákvæðan
kristindóm í kirkju, skóla og í blöðunum.
3. Að draga saman og efla, frjáls félög og starf til að
auka einingu meðal hinna trúuðu.
4. Að finna fullnægjandi fyrirkomulag á kristindóms-
kenslu í skólunum.
5. Að krefjast þess, að annar prestur sé settur, þar sem
þess er krafist, til að fullnægja þörfum þeirra, sem
trúa samkvæmt biblíunni.
Yfir því var mikið kvartað á fundunum, að með stuðn-
ingi ríkisins væri reynt að þvinga nýju guðfræðinni inn á
þjóðina. Prof. Sverdrup við safnaða-prestaskólann, skoraði
alvarlega á kirkjufólkið að láta ekki bugast af þessum á-
hrifum, heldur stríða trúlega sannleikans vegna. En hann
áminti um, að stríða einungis með andlegum vopnum, og að
forðast stranga dóma og bituryrði. Prof. Tarangar við há-
skólann í Kristjaníu, mælti með aðskilnaði ríkis og kirkju.
svo kirkjan mætti ráða sínum málum sjálf. — Alvara mikil
var í öl’lum umræðunum, og hefir þing þetta vakið afar-