Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 5
69 ast ekki af því að þeir hafi gjört ódáðaverk. Konungur- inn kallr þá ekki þjófa og manndrápara o. s. frv., heldur segir hann: “Svo framarlega sem þér hafið e'kki gjört þetta einum af þessum minstu, Iþá hafið þér heldur ekki gjört mér það!” Það sama kemur fram í dæmisögunni um talenturnar. Þriðji þjónninn hafði ekki stolið tal- entunni frá lierra sínuin, heldur ekki sóað henni í óhóf- sömum lifnaði. Hann hafði að eins látið vera að ávaxta liana. Og fimm óhygnu meyjarnar í fyrstu dæmisög- unni í 25. kap., þær voru útilokaðar, ekki vegna mótstöðu eða mótþróa, heldur sökum hirðuleysis þeirra. Það er letin, hirðuleysið, hið reikula og dáðlausa, hálfvelgjan og kveifarskapurinn, makindin og val-leysið, sem er á móti Kristi og sundurdreyfir fyrir honum, engu síður en hin opinbera mótspyrna — og alt Iþetta veldur glötun að lokum, ef menn ekki sjá að sér og með fullri vilja-ákvörðun rífa sig upp úr hálfvelgjunni og' með ljósri vitund og vilja velja Krist og skrifa sig sem frjálsa sjálf- boða inn í fylkingaraðir hans. Nú um stundir er í lieiminuin að rísa upp sterk fandskjapar-alda á móti hinum heilsusamlega lærdóini kristindómsins. Aíeð fullri vitund og vilja rísa margir upp á móti Guði og Hans Smurða. Og þetta vex dag frá degi. Hvaðan fá nú þessi óvinaöfl liðsmenn sína ? Þau fá þá á meðal hinna óafgjörandi, hinna sofandi og and- lega dauðu, þeirra sem haltra til beggja liliða. Með alls- konar lævísi og' ginningum eru þeir lokkaðir inn í raðirn- ar áður en þeir vita af. Það er ekki farið illa að þeim, það er öðru nær, því þá gætu þeir vaknað. Nei, það er lætt inn í þá efa, eða þá að þeir eru gintir með tálbeitu, sem sýnist svo fögur og girnileg. Utan um öngulinn er vafið gómsætu agni og gljáandi; það eru fagrar orðræð- ur um gott siðferði, prúða framgöngu og hógværð og jafnlyndi, kryddað með skáldlegum og lieimspekilegum fagurmælum, sem kitla óendurfædd og reikandi hjörtu; oft eru lánuð orðatiltæki úr kristindómsmálinu og- ritn- ingunni, nema það sem er um iðrun og afturhvarf og guðdóm .Jesú Krists; það er lielzt látið liggja í þagnar- gildi. Og liinir sofandi og hálfvolgu golþorskar kristn- innar gleypa við þessari beitu. Þessar kenningar eru svo

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.