Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 19
83 FRÚ PORBJÖRG CHRISTOPHERSON, eiginkona séra Sigurðar S. Christopherssonar í Langruth, and- aðist úr lungnabólgu á Almenna spítalanum í Winnipeg, þ. 10. Febr. síðastliðinn. Líkið var flutt til Árborg og fór jarðar- förin fram frá kirkjunni þar þ. 14. s. m. Margt fólk viðstatt, þrátt fyrir afar-kalt veður þann dag. Frú porbjörg var kornung kona, 28 ára, er hún lézt. Hún var dóttir M'etúsalems Jónssonar og konu hans Ásu Einars- dóttur, er búa tvær mílur vestur af Árborg. pau hjón bjuggu áður fyrrum í mörg ár í grend við Pembina í Dakota. par var frú porbjörg sál. fædd. Metúsalem er ættaður úr pistilfirði í pingeyjarsýslu. Jón faðir hans bóndi og hreppstjóri í Dal (eða Laxárdal, eins og bæjarnafnið yar upphaflega). Var hann bú- höldur mikill og merkismaður. Fylgdi svo mikil heill búskap hans, að hann gat bjargað næstum allri sveit sinni með ’hey og vistir, þegar fram úr keyrði með harðindi á vorin. Stóð þó isvo tæpt eitt vorið, að Jón var næstum alveg orðinn heylaus fyrir sinn eigin búpening, svo mikið hafði hann þá látið í burtu. En þá kom bráður bati og alt bjarj*aðist. Ása, kona Metásalems, en móðir frú porbjargar, er líka ættuð úr ping- eyjarsýslu; er systir Metúsalems Einarssonar, bónda að Moun- tain ’í Dakota. Kannatet margir við hann sem dugandi bónda og einn af merkismönnum þeirrar bygðar. Frú porbjörg var eimstaklega hæglát kona, hafði rólega og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.