Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 17
81 með guðdómsvarma vekja sínum hinn veika trúarneista minn, og helga þannig hug og sál, að hegðun lofi þig og mál. En meistarinni gjörir ekki að eins boð eftir okkur, þeg- ar við eigum eitthvað bágt, heldur líka þegar gæfan brosir við okkur. pegar akurinn þinn hefir borið þér mikinn á- vöxt og ibúskapurinni er hjá þér í blóma, svo að þú getur veitt þér og þínum mikil lífsþægindi; eða þegar verzlunin þín eða atvinnan gefur þér góðan arð og framtíðarhorfum- ar eru bjartar; þegar heimilislánið umvefur þig og þú ert sæll í hópi kærustu vina þinna; þegar Guð er að blessa þig og gleðja á allar lundir, — þá kemur Gæfan og hvíslar að þér: “Guð sendi mig til þess að skila til þín: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Hann bíður eftir þér broshýr og blíður, því hann gleðst altaf af gleði lærisveina sinna og vina. Hvaða erindi á hann við þig í sólskini gæfunnar? Hvað vill hann þér? Hann segir við þig: Faðir minn hef- ir verið þér góður og gefið þér mikið; en gleymdu því nú ekki, að þú ert ráðsmaður. Láttu ekki gæfuna gjöra þig stærilátan, heldur hugsaðu um, hvernig þú getir notað það afl, sem þér er lagt í hendur, til þess að efla ríki mitt meðal mannanna. Láttu gæfuna þína líka verða öðrum til góðs og hjálpar, því ekkert veitir þér eins mikla blessun og sanna gleði og það, sem þú lætur aðra njóta með þér. — pannig talar meistarinn, vinur þinn, til þín, þú gæfumaður; því hann vill að gæfan þín þrjóti aldrei, heldur margfaldist og verði eilíf fyrir það, að þú látir hjarta þitt vera stöðugt hjá Guði á góðu dögunum. Bróðir og systir! pú ert korninn í Guðs hús í dag. Og eg er að flytja þér þessi skilaboð: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” — Hefir hann náð þér á eintal í dag? Hefir þú fært honum þakkir eða beðið hann að bæta úr einhverri þörf þinni ? pví undir því er gagnið, sem þú hefir af guðs- þjónustunni komið, að sál þín leiti Guðs í einlægri til- beiðslu. pað er ekki mest undir því komið, hvað þú heyrir hér, heldur hinu, hverjar hugarhræringar það, sem þú heyr- ir, vekur hjá þér. Meistainn er hér og vill finna þig! Hann er altaf hjá okkur í kirkjunni, til þess að blessa hvern þann, sem orðið og tilbeiðslan vekur og glæðir hjá löngun eftir honum og traust á honum. Hann er hér, og ber að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.