Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 27
91
>að á að vera. pað verður fagur sólskinsblettur mitt í marg-
víslegu syndamyrkri jarðarinnar. Guð blessar þá líka ríku-
lega þann reit, og lætur yfir bonum ljóma himneska birtu
sínnar eilífu náðar. Og við finnum þá til þess með viSkvæm-
um tilfinningum, að
Heima’ er gott að vera, já, heima er allra bezt,
Og iheima vil eg vera, því heima á eg mest:
Par pabba minn og mömmu og mörg eg systkin á,
Og afa líka’ og ömmu, sem alt mér vildu ljá.
Heima, hjá heima’ er bezt,
Og heima vil eg vera, því heima á eg mest.
En ihvernig getum vér þá lifað hinu 'kærleiksríka lífi í
voru umhverfi, — voru nágrenni?
Vitanlega gjörum vér þaS með göfugri, prúðmannlegri og
nærgætinni framkomu gagnvart öllum og í öllum opinberum
málum umhverfisins. En þó finst mér Kristur benda oss á
þaS, að aðallega isýnum vér slíkan kærleika með því, að fram-
ganga með góðgirni, vinsemd og nærgætni í garS þeirra, sem
eru þurfandi, bágstaddir eða að einhverju leyti minni máttar,
eða frá einhverju sjónarmiði skoSaSir af mönnum lægra settir.
par er fyrirmynd Kriists iskýr.
Vér skulum t. d. ímynda oss skóla, þar sem allir eru á líku
stigi, hvað efnalega afistöðu og álla aðra afstöðu snertir, nema
einn drengur, isem kemur þangað töturlega og fátæklega búinn,
meS litla kunnáttu í því máli, sem þar er aðal málið, og með
feiimnissvip á andliti. Hann tekur sér kanmske sæti úti í
horni, situr þar niðurlútur og dirfist ekki upp á neinn að líta.
Og hann er svo einmana og beygður í huga. par getur sannur
og falslauis, óeigingjarn kærleikur komið miklu góðu til vegar,
og flutt sólskin með sér þangað, sem slíkrar -birtu er Iþörf. Leit-
aðu þeirra, sem mest eru eftirskildir einir og út af fyrir sig,
og finna með sársauka mikium þörfina á vináttu annara, og út-
helitu hjarta þínu í fölskvalausum kærleika til þeirra. pað er
dýrleg þjónusta, sem drottinn Guð mun endurgjalda. . pað
borgar sig líka margfaldlega. pað flytur hjartanu mikla and-
lega auðlegð og krýnir líf þitt sannarlegri gleði. par að auki
-má í þessu sambandi minna á skyldu vora að styðja sérhvert
gott fyrirtæki ú umhverfinu: Kirkjuna, isunnudagsiskólann,
iskólann og allar hreyfingar til umbóta og eflingar sönnum
krisitindómi. í þeirri framkomu opinberast mikil og þörf
kærleiksfórn.