Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 14
78
þú fer með æskuárin þín; — þau líða svo fljótt, og þau koma
aldrei aftur! Hafðu hann altaf með þér og sýndu honum
einlægni, h'lýðni og traust. pá famast þér vel.
Fermingarbarn, til fylgdar þig hann krefur,
fegurstu kosti eilífs lífs hann gefur,
sakleysið verndar, sorg í gleði breytir,
sigurinn veitir.
Bróðir eða systir! pú ert að fara að heiman, til náms
eða starfs fjarri foreldrahúsunum. — Farangurinn er til-
búinn og þú ert búinn að kveðja foreldra þína og heimilis-
fólkið. pú ert kominn út, —en þú lítur um öxl og kannske
glitra tár í augum þínum, því það fylgir því altaf einhver
sársauki, að fara að heiman til dangdvalar. Hvað tefur
þig? Er það einhver, sem þú hefir gleymt að kveðja? Eða
hefir þú gleymt einhverju, sem þú ætlaðir að taka með þér?
Nei, það er ekki það. pað er aindi heimilisins, sem hvíslar
að þér: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Hann er að
biðja þig um að lofa sér að vera þér samferða. Áhrifin frá
góðu æskuheimili vilja stundum gleymast fyrir áhrifum
nýs umheims og nýrra starfa. En meistarinn veit, að það
er þér fyrir beztu, að hann verði með þér í förinni. Hann
vill fá að hjálpa þér við námið eða starfið. Hann vill fá að
varðveita guðsbamið í sál þinni fyrir illum áhrifum og gefa
þér þrek til að standa áltaf og allsstaðar við þínar beztu
hugsjónir, svo að þú verðir, hvar sem þú fer, heimili þínu til
sóma og sjálfum þér og öðrum að gagni.
pú maður, hvar sem hér þú fer,
Guðs helgur andi fyigi þér;
og hvar sem liggur leiðin þín,
þig leiði Drottinn heim til sín.
Maður og kona ! Með bæn til Guðs eruð þið vígð í
hjónaband. — Kærustu vinirnir ykkar eru hjá ykkur og
óska ykkur fagnandi hamingju og blessunar. pið eruð að
gömlum kirkjulegum sið við það hátíðlega tækifæri mint á
áminningar og fyrirheit Guðs orðs; og með því er sagt við
ykkur: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Hann vill
þá, þegar þið eruð að byrja samferðina, tala við ykkur um
heimilið, sem þið ætlið saman að byggja, og biðja ykkur um
að lofa sér að eiga þar heima með ykkur. Látið það vera
ykkar beitustu bæn og ykkar helgasta ásetning, að láta