Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 10
136 veturinn af fhólmi, harÖneskjan víkur fyrir unaði og blíðu, vonin ymgist upp, lífið brosir þá við auga dauð- legs manns og flytur lionum gleðifregnir. Aldrei höfum vér því ástæðu til að verá hressir í huga, ef ekki á vorin. Og iþó segja sálarfræðingar, að aldrei leggist hrygð- in þyngra á mannshjartað, að örvaEnting og svartsýni verði a'ldrei fleiri mönnum að bana, heldur en einmitt á þessari árstíð. Það er staðreynd, dularfull og átakan- leg, sem vert er um að hugsa. Jafnvel þegar öll sköpun Drottins skrýðir sig fyrir augum vorum, blíð og elsku- leg, að gjöra glatt og bjart inni fyrir, í hugskotinu. Sönn gleði Ikemur ekki utan að; hún sprettur upp, eins og lífs- ins vatn, í mannshjartanu sjálfu. Hún er fólgin í innra samræmi sálar þinnar við tilveruna, lýsir sér í örugg- leika, friði, von, góðlyndi, í sannfæring um að tilveran sé góð og að þú .sért ekki ósáttur við hana. Skorti þig gleði og frið á þiessu vori, iþá skaltu ekki ætlast til of mikils af skepnunni, hinni sýnilegu, svo fögur sem hún er; leitaðu heldur höfundarins sjálfs, liins ósýnilega, talaðu við hann eins og föður og tjáðu honum öll vandkvæði þín; sittu daglega við fætur frelsarans, sem sjálfur hefir svo hreinhjartað yndi af allri náttúrufegurð; leVfðu honum að taka syndina burt úr hjarta þínu — því að svartsýni alt og* vonleysi er synd —og þá muntu finna það, að lífið alt er bjartara, náttúran margfalt fegurri og yndislegri, að þú hefir iþúsund sinnum fleiri ástæður til að fagrna, heldur en þig hafði nofckru sinni grunað eða dreymt fyrir áður. Með þessu móti einu getum vér í sannleika “notið lífsins.” Matgoggar. Allir, sem iesið hafa skáldsöguna “Pilt og stúlku”, lcannast við Þorstein matgogg. Hann var a'líslenzkur flækingur með rúmmikinn, ósigrandi maga. Fleira hafði þó Þorsteinn til síns ágætis, heldur en matarlystina; hann réð yfir ofurlitlu heilabúi, þó leynt færi, og gat, þeg- ar á þurfti að halda, sýnt af sér töluvert af iþeim hvgg- indum, sem í 'hag* fcoma. Var gæddur vissri tegund af “himMessdiæfiieifcum”, eins og gáfur þær eru stundum nefndar hér í landi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.