Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 34
160 í ennið með slöngusteini og drap hann. 7. Hvernig stóð á því, að Davíð þorði á móti Golíat? Hann treysti Guði — vissi, að hann átti sigur vísan, af því hann barðist fyrir málefni Drott- ins og í hans nafni. 8. Hvað getum við lært af þessu? a. Enn á ný hafði Drottinn “útvalið það, sem heimurinn telur veik- leika, til þess að gjöra hinum voldugu kinnroða” (1. Kor. 1, 27). pað er ekki okkar styrkur, heldur kraftur Guðs, sem sigrar. þess kraftar eigum viið að leita. b. ísraelsmenn höfðu óttast Golíat, af því hann var mikill vexti og sterkur. Davíð leit ekki á manninn, heldur á málefnið, ekki á hertýgin, heldur á viilja Guðs. Við eigum að gjöra það sama, bæði í veraldlegum málum og andlegum. . Davíð gaf ekki sjálfum sér dýrðina, heldur Guði (46. 47. v.). Filistar höfðu sett traust sitt á kappann Golíat — og hann féll fyrir einum slöngusteini, en herinn flýði og beið mikinn ósigur. Svo fer þeim jafnan, sem treysta mönn- um fremur en Guði. 9. Hvemig varð Sál við þessum sigri Davíðs? Vel í fyrstu. Hann tók Davíð að sér og gjörði hann að undirforingja. En þegar þeir komu heim úr herferðinni, þá fagnaði fólkið Davíð fremur en Sál. Upp frá því öfundaði Sál Davíð og sat um líf hans. 10. Hvað er af þessu að læra? a. pað er heimskulegt að koma illu af stað með óþörfum saman- burði. Davíð hafði gjört vel, og það var eðlilegt, að fólkinu þætti vænt um hann. En fólkijð gat sýnt hylli sína á annan hátt. b. Öfundin er illur löstur og heimskulegur. Ef við elsk- uðum náungann eins og sjálfa okkur, þá mundum við æfinlega gleðjast yfir hepni og dugnaði annara. "BJARMI”, kristilegt heimilisblaö, kemur út 1 Reykjavtk tvisvar á mánuSi. Ritstjóri: cand. S. Á. Gtslason. Kostar hér I álfu $1.00 árgangurinn. Fæst í bókaverzlun Finns Jónssonar 1 Winnipeg. "SaMEININOIN” kemur út mánaðarlega. Hvert númer tvær arklr heilar. Verð: einn dollar og fimtíu cent. um árið. Ristjóri: Björn B. Jónsson, 774 Victor St., Winnipeg. — Hr. John J. Vopnl er féhirðir og ráðsmaður “Sam.” Addr.: Sameiningln, Box 3144, Winnipeg Man.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.