Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 22
148 gagn kirkjufélagsins hefir komist inn á því nær hvert einasta heimili. Kirkjublöðin segja frá iþví, að ekki verði hægt á þessu ári að byggja þriðjunginn af þéim kirkjum, sem hugsað hafi verið til, vegna dýrtíðarinnar. í Bandaríkjunum eru gefin út 68 blöð, er fjalla um trúmál, á öðrum tungum en ensku. Einungis eitt af þesssum ritum hef- ir fleiri en 3,000 áskrifendur. Skiftast blöð þessi þannig, að 28 tilheyra rómversk-kaþólsku kirkjunni, 31 prótestöntum og níu eru óháð. í Ensku kirkjunni hefir prestaefnum fækkað á síðustu tíu árum úr 672 ofan í 183, þrátt fyrir að kjör presta hafa verið bætt og mikið að því unnið að fá menn til að búa sig undir prestskap. Menn ímynda sér stundum að alt, sem skari fram úr, hljóti að vera í stórfeorgunum. pað hefir því vakið undrun margra, að söngflokkur sá frá St. Olof College, í smábænum Northfield í Minnesota, sem undanfarandi hefir verið að ferðast um stór- borgirnar í austurlhluta Bandaríkjanna, hefir vakið aðdáun allra þeirra, sem bezt bera skyn á söngleik. Söngflokkurinn hefir farið sigurför um landið, án þess að slá af þeirri kröfu við sjálfan sig, að ibera einungis fram það bezta, í stað þess að lúta óheilbrigðum smekk þeirra, sem ekkert vilja nema “rag time.” pað eru “tækifæri” víðar en í stórborgunum, ef menn einungis færa sér þau í nyt. | FYRIR UNGA FÓLKIÐ. | pessa deild annast séra F. Ilallgi'ímsson. | í_____________________________________________________* T r úboðslæknirinn. Saga frá Afríku. “Ekki mikiill póstur í þetta sinn,” sagði Dan. Bolton, þegar hann kom heim á trúboðsstöðina litlu með bréfin og blöðin, sem hann hafði verið að sækja. “En tvö bréf eru frá trúboðsnefnd- inni, og í þeim eru vonandi góðar fréttir.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.