Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 3
ainctnmgm. Mánaðarrit til stuffnings kirkju og kristindómi íslendinga gejiff út af hinu ev. lút. hirkjufélagi Isl. í Vestrheimi XXXV. árg. WINNIPEG, MAÍ, 1920 Nr. Hvítasunna. Frásagan í öðrum kapítula Postulasögunnar uni hvítasunnu-undrin er með afbrigðum dásamleg. Kristn- um mönnum hefir ]»ótt svo mikið til viðburða þeirra koma, að þeir hafa helgað þeim þriðju stórhátíð ársins. Tvær spurningar sækja á liuga manns, er uin hvítasunnu-undrin ræðir: 1. Eru þetta sannsögulegir atburðir, og urðu þeir með þeirn hætti, er í sögunni segir? 2. Hafa atburð- ir þessir endurtckið sig í kristninni, og eiga einhver eða öll þessi undur sér stað enn í dag? Frásöguna sjálfa er ekki unt að rengja. Það er Lúk- as læknir (Sæmundur fróði meðal sagnritaranna helgu), sem ritar postulasöguna. Sögurit hans l»æði liafa verið álitin rnjög áreiðanleg af þeim, sem mest gefa sig við að gagnrýna rit nýja testamentisins frá sjónarmiði bók- mentalegra vísinda. Enda koma viðburðir þessir ná- kvæmlega heim við ummæli Krists. Ilann lmfði gert það að áherzlu-atriði í skilnaðarræðu sinni, að lærisveinarnir skyldu vera við því búnir, að veita viðtöku heilögum anda, sem hann myndi senda þeim frá föðurnum. Eftir upp- risu sína endurtók hann fyrirheitið og bauð postulunum að bíða í Jerúsalem, en fara ekki til heimila sinna norður í landi, því eftir fáa daga skyldi undur þetta koma fram. Kirkju sína liét Kristur að stofna í krafti heilags anda, þá Eann sjálfur hafði fullnægt öllu réttlæti með kenning og lífi, dauða og upprisu. Hvítasunnnan er stofnunar- dagur kirkjunnar. Hvítasunnu-dásemdirnar lýsa guð- legum uppruna hennar og þeim krafti, sem henni með

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.