Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 6
132 ar vonir um safnaðarfólkið, að-það gæti ðúið saman ó- eigingjörnu og fullkomnu lífi. Óefað er fyrirkomulag það, er postularnir settu hinum fyrsta söfnuði, hugsjóna- lega skoðað, hið fullkomnasta mannfélags-skipulag, sem orðið getur. Communisminn (sameignar-fyrirkomulagið) er óneitanlega það fyrirkomulag, sem lielg'ir menn eða englar myndu aðhyllast. Eu því miður eru mennirnir ekki fullkomnir né heilagir, og þeir reyndust skipulagi þessu ekki vaxnir. Ekki leið á löngu áður en til vandræða horfði í söfnuði postulanna í Jerúsalem út af þessu skipu- lagi. Þegar vaxa tók fjöldi lærisveinanna, kom upp kurr í söfnuðinum. Það var þjóðernisfargan, sem þar kom fyrst á stað óánægju og misklíð. Hellenistar risu gegn Hebreum og þóttust hafðir út undan, er til skiftanna kom. Leiddi það til þess, að postularnir létu kjósa safn- aðarnefnd sjö manna, til þess að annast fjármálin, og fór því fram um liríð. 1 annan stað leið ekki á löngu áður en einstakir menn í söfnuðinum gerðu sig seka um fjárdrátt. Maður er nefndur ALianías og var fasteigna-sali þar í borginni. Ásamt konu sinni, Saffíru, hafði hann gengið í söfnuðinn og fríviljugur gengist undir lög og reglur bræðafélagsins. Þau hjónin seldu svo eigai nokkra og drógu undan nokkuð af verðÍLLu, en komu með nokkuð af því og lögðu fyrir fætur postulanna og létu svo heita, sem þar væri komið söluverðið alt. Svikin komust upp. Pétur varð afar- reiður og ávítaði hjónin með hörðum orðum fyrir það, að hafa látið Satan fylla hjörtu slil og koma þeim til að Ijúga að heilögum anda. Afdrif Ananíasa.r og Saffíru eru öllum kunn. Prettvísin varð banalbiti þeirra. Þau dóu í syndum sínum. Ef til vill hefir það verið vegna fenginnar reynslu í Jerúsalem, að postulaimir áræddu ekki að koma skipulagi þessu að í öðrum söfnuðum sínum. Hvergi annars stað- ar er ])ess getið, að sameignar-fyrirkomulagið hafi verið reynt í þeim mörgu söfnuðum, sem postularnir stofnuðu, og langan aldur átti það víst ekki heldur í söfnuðinum í Jerúsalem. Og- ekki lítur svo út, að enn þá séu kristnir menn þessu fvrirkomulagi vaxnir. Og aldrei verður til bless-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.