Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 25
151 og veiðimenn eru ibúnir að hreinsa hér til. En það er ekki ó- mögulegt að ljón eða pardusdýr kunni að slæðast hingað á slóð- ir frá Banketu, því þangað forðast veiðimenn að koma, vegna þess hve fólkið þar er vilt og illgjarrit; svo þér er betra að gæta vel að þér. Eg hefi látið í töskuna dálítið af umbúðum og sára- meðulum, ef eitthvað kynni að koma fyrir þig. pað gæti líka komið fyrir, að þú rækist á særðan éða veikan svertingja, því það hafa verið blóðugir bardagar milli óvinaflokka hér í ná- grenninu, og ef það kæmi fyrir, gætir þú orðið að einhverju liði. pú veizt að eg fer aldrei að heiman án þess að hafa með mér dá- lítið af meðulum til þess að nota í viðlögum.” “En ef mælingamennirnir hefðu vinnu handa mér undir eins?” sagði Dan. “pað er varla líklegt,” svaraði læknirinn; “þeir mynclu að minsta kosti gefa þér tíma til að koma hingað aftur og ná dóti þínu, nema svo skyldi vera, að þeir væru á heimleið að aðal- stöðvum sínum. En þú verður að gjöra það, sem þér finst sjálf- um réttast. Ef þér býðst góð atvinna, þá skalt þú þiggja hana og þú getur svo gjört mér orð eða skrifað mér. Vertu nú sæll og gættu vel að þér.” — Dan komst ekki alla leið til mælingamannanna fyrir sólar- lag, þvi brautin var óslétt og seinfarin. Um kvöldið rakst hann á hóp af hvítum kaupmönnum, sem voru að búa sér náttstað, og hann bað þá um að lofa sér að vera með þeim um nóttina. For- ingi þeirra, harðneskjulegur maður, Crane að nafni, var í illu skapi, af því að svertinginn, sem var leiðsögumaður þeirra, hafði veikst snögglega og þeir höfðu orðið að skilja hann eftir í þorpi þar nálægt. petta tafði ferð þeirra, og þeir höfðu allan daginn verið að leita að manni í hans stað, því þeir voru ókunn- ugir í því héraði, og Crane leizt fremur illa á nýja leiðsögu- manninn, sem þeir höfðu fengið. “Eg held ekki að þessi maður rati til Vatnabygðarinnar, þó að hann þykist rata,” sagði hann við Dan, “en þangað þurfum við að komast sem fyrst; en eg hugsa, að við verðum að hætta á það. Eg skil ekkert í því, hvernig hinn fylgdarmaðurinn okk- ar fór að veikjast svona alt í einu, því hann kendi sér einskis meins, þegar við settumst að í gærkveldi; en tveim klukkustund- um eftir engdist hann sundur og saman af kvölum og hafði öll kóleru-einkenni. petta er ljóta landið fyrir hvíta menn; en hér eru líka mörg tækifæri til að græða.” í dögun morguninn eftir lögðu kaupmennirnir aftur af stað, og Dan hélt áfram að leita að rnælingamönnunum. Hann kom til þeirra, rétt þegar þeir voru að taka 'sig upp til þess að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.