Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 30

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 30
156 var fult af þakklæti og fögnuði út af því, að hann hafði ekki látið freistast til að bregðast trausti læknisins. Sunnudagsskóla-lexíur. X. LEXÍA. — 6. JÚNÍ. Sál bregzt—1. Sam. 15, 13—26. Minnistexti: Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir Drottinn hafnað þér— 1. Sam. 15, 26. 1. Hvar og hvenær gjörðist þetta? 1 Gilgal, þorpi niður við Jórdan, tvær mílur austur frá Jeríkó, nokkrum árum eftir sigurinn yfir Filistum (sumir halda þó, að þetta hafi gjörst á undan atburðum isíðustu lexíu). 2. Hvað hafði Drottinn skipað Sál að gjöra? Sál átti að fara í leiðangur á móti Amalekitum, sem voru grimmir ránsmenn og spellvirkjar. 3. Hvað átti hann að gjöra við þann ræningjaflokk? Uppræta hann algjörlega, og taka ekkert að herfangi. 4. Gjörði hann það? Nei. Hann hertók Agag, konung Amaleks, og kom heim með vænstu sauð- ina og nautin. 5. Til hvers þóttist hann gjöra þetta? Til þess að færa Guði fórnir af fénaðinum, en í raun og veru tóku þeir herfangið til þess að auðga sjálfa sig. 6. Hvaða orðsending lét Drottinn spámanninn flytja Sál konungi út af þessu? Að ríkið yrði frá honum tekið og gefið annari ætt, af því hann hlýddi ekki Guði. 7. Hvað eigum við að læra af þessu? a. Guð er réttlátur. Hann vitjar allra illmenna fyr eða síðar með harðri refsing, eins og Amalekíta. b. Sjá, hve fagurlega Sál heilsar Samúel og hve snildarleg er afsökunin, sem hann kem- ur með. pað kemur oft fyrir, að fögur orð og smellnar afsak- anir hylja vonda samvizku. c. Blíðmæli stoðuðu lítið, þegar Samúel heyrði til fénaðarins á sömu stundu. pað er ervitt að hylja syndina, hún kemur upp um menn þegar minst varir. d. pegar Sál talaði um hlýðni, þá sagði hann “eg”, en þegar hann mintist á óhlýðni, þá var það “fólkið”, isem um var að kenna. Undanbrögð syndarans eru þetta, að fegra sinn málstað, og smeygja ábyrgðinni yfir á aðra. e. Sál þóttist ætla að gjöra gott með ávöxtum óhlýðninnar, en Guð hafnaði honum og synda- fórn hans. “Hlýðni er betri en fórn.” f. Sál gat ekki að Ó- sekju hreykt sér upp og vanvirt boð Guðs. pað getum við ekki heldur. pað gildir ekki einu, hvernig þú lifir, hvað sem heim- urinn segir um það mál. XI. LEXIA. — 13. JÚNÍ. Smaladrengur kjörinn til konungs—1. Sam. 16, 4—13. Minnistexti: Og andi Drottins kom yfir Davíð frá þeim degi—1. Sam. 16, 13.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.