Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1920, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.05.1920, Qupperneq 24
150 fyrir, svo að eg eignist peninga til að halda hér áfram. Ef til vill get eg fengið atvinnu við skrifstofu hjá einhverju verzlun- arfélagi, þar sem þörf er fyrir trúboðsstarf, þó að hvítir verzl- unarmenn, sem 'hingað til lands koma, hafi nú venjulega litlar mætur á trúboði. Eg get ekki starfað hér nema þrjár vikur enn, því að það fé, sem eg hefi með höndum, nægir ekki lengur en til mánaðamótanna.” Hann stóð upp frá borðinu og hafði ekki snert matinn sinn. Dan kendi innilega í brjósti um vin sinn, og þó gladdist hann sjálfs sín vegna af því, hvernig komið var, því nú gat enginn láð honum þó að hann færi frá lækninum og leitaði sér betri at- vinnu. Hann hafði falið sig í skipi, sem fór frá Gibraltar til Afríku, og þar hafði hann búist við að verða efnaður maður, því hann hafði heyrt, að efnilegir ungir menn gætu þar grætt vel; en honum hafði gengið mjög illa, og Dr. Weise hafði fundið hann atvinnulausan og hungraðan í litlum bæ og farið með hann heim á trúboðsstöðina og annast þar um hann og látið hann hjálpa sér. Dan fanst hann ekki mega fara þaðan meðan lækn- irinn þyrfti á aðstoð hans að halda, því þó hann væri að sumu leyti enginn fyrirmyndarmaður, var hann þó ráðvandur og kunni að meta það, sem honum var gott gjört. En nú voru ekki eftir nema þrjár vikur af þessari tilbreytingalitlu vist á trú- boðsstöðinni, og það þótti honum vænt um; og hann ásetti sér að gjöra eins mikið gagn og honum væri unt þennan stutta tíma sem eftir var, til þess að jafna reikninginn við læknirinn. En daginn eftir frétti hann, að hópur af mælingamönnum væri 10 mílur þaðan að undirbúa vegagjörð, og að þá vantaði aðstoðarmann. “pessir menn eru í þjónustu öflugs auðfélags,” sagði hann við Dr. Weise, “og það gæti orðið mikið happ fyrir mig, ef eg fengi vinnu hjá þeim.” “pú verður að fara til þeirra og vita hvort þú getur fengið þar góða atvinnu,” svaraði læknirinn undir eins. “Farðu undir eins, áður en þeir færa sig lengra. Og taktu sterku stígvélin mín, því brautin er mjög óslétt og skórnir þínir eru orðnir mjög slitnir.” “En þú átt engin önnur stígvél—” “Eg get notað gömlu skóna mína hér heima við,” svaraði læknirinn. “Taktu stígvélin; þau eru inni í herberginu mínu, og eg skal útbúa dálítinn nestismal handa þér.” Dan var ferðibúinn að vörmu spori. Læknirinn fékk honum litla tösku og riffil, sem hann kunni vel með að fara. “Ef þú kynnir að rekast á villidýr, er þér betra að hafa þetta vopn með þér,” sagði hann, “þó að eg telji varla mikla hættu á því, eins.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.