Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 12
138 hverju móti miður drengilegu, og notað sér svo nevð kaupandans. Af fatnaði og fataefnum er sömu söguna að segja. Gróðabrallsmenn lxafa liremt þann varning, að kunnugra sögn, jafnóðum og liann er framleiddur á ver'kstæðunum, og skanxtað síðan snxásölunum xxr linefa við okurverði. Eins hefdr farið fyrir sykur-verzluninni; verðið hefir hækkað unx helming á síðasta ári. Lögin bönnuðu verzl- unarmöxxnum að hæ'kka þá vöru meir en um eitt cent pundið fram yfir innkaupsverð, en okurkarlar sáu við þeiin leka og settu undir haixn. Þeir mynduðu “hring”, segir sagan, og se’ldu hverjir öðrum, þaixgað til þeinx þótti sykrið komið í Ihæfilega liátt verð fyrir smásalaixn. Átti hann svo að koma okurgjöldunuixi öllum yfir á neyt- andann og taka við ákúrunum. Enn annað dæmi gripið af handahófi eins og hin, eru aðfarir mjólkursala í sum- um boi’gum þessa lands. Þeir mynduðu öflugan “hriixg” í New York fyrir nokkrum árunx, og bannaði miðstjórn þeirra samtaka meðlimum sínum að gjöra nokkuð það, er aukið gæti framleiðsluna. Það liefir nú sannast, að giúða- fé'lag þetta hafði upp úr krafsinu fimtíu og einn af hundr- aði — miðað við höfuðstól — árið 1918, borgaði hluthöf- um fjórtán af huixdraði í peningum og safnaði afgangin- um í viðaukasjóð, sem á síðustu áramótum var orðinn stærri en innstæðan. Fyrir þeim feikna gróða hafði fé- lagið lítið unnið, annað en það að hefta framboð á lífs- næringu barnanna 'þar í New York, til þess að geta náð sterkari þrælatökum á sölunni og sprengt upp verðið. Hvað konxa þessir hlutir kirkjunni við! Meira en lítið, ef hún vill fylgja orðum 'bókarinnar, sem liún telur guðinnblásna. I bók þeirri stendur rneðal annars það, að svikavog sé Drotni andstygð; að hvorki þjófar, né ásœlnir, né ræningjar, muni guðsríki erfa; að sá, sem ekki vilji vinna, eigi ekki lieldur mat að fá, og að reiði Guðs opinberist af himni yfir sérhverjum óguðleika og- rang- sleitni. Þesar áminningar þarf kirkjan að hafa yfir nú á dögum, svo iiátt að heimurinn lxeyri. Hann 'hefir aldrei þui-ft þeirrar aðvörunar fremur við en á vorri tíð. A/ð krækja sér í eitthvað fyrir ekki neitt, er aldrei

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.