Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 5
131 kendu frumkristnina, og láta þeir menn, er þar eru íremstir í flokki, mikið af því, liverjar dásemdir þeir hafi fengið að revna. Úr öðrum áttum lieyrum vér svipaðar raddir. Óefað er þetta að einhverju leyti öfgum og mis- skilningi háð, en ljósan vott ber það um þrá margra trú- aðra manna eftir því, að kraftur andans fái meira að njóta sín í kirkjunni, og sterk mótmæli eru það gegn and- leysi því og truleysi, sem vafið hefir kirkjuna viðjum alt of víða. Kirkjan var stofnuð á hvítasunnu fyrir tilstyrk heilags anda með guðlegum stórmerkjum. Að uppruna 'Og eðli er kirkjan guðleg stofnun — það, eða ekki neitt. En hún er líka mannleg. Allir vér, sem lienni lieyrum til, erum syndugir menn. Ógæfa hennar öll og alt, sem að er, er oss að kenna. Stundum ber hið mannlega og synduga liið guðlega og heilaga ofurliði. Gæfa vor og sáluhjálp er undir því komin, að vér beygjum vom anda fyrir heilögum anda. Framtíð kirkjunnar lijá oss fer eftir því, hve mikið vald vér gefum hyítasunnunni yfir trú vorri og lífi voru. Biðjum með sálmaskáldinu í ísra- el: “Tak ekki þinn ])eilaga anda frá mér.” --------o-------- SAMEIGNAR FYRIRKOMULAGIÐ I FRUMKRISTNINNI. í Postulasögunni er all-nákvæm lýsing á skipulagi safnaðarins í Jerúsalem, þeim er stofnaður var á hvíta- sunnu og postulamir stýrðu. “Allir þeir, sem trúðu, A'oru saman og höfðu alt sameiginlegt, og þeir seldu eign- ir sínar og fjármuni og skiftu því meðal allra, eftir því sem hver hafði þörf til.’’ Postularnir voru skipulagi þessu vanir frá samveru sinni með Meistaranum. Þá höfðu þeir haft alt sameig- inlegt, eina pyngju, sem tekið var til, eftir því sem hver hafði þörf til. Að sönnu hafði það ekki blessast alls kostar, því féhirðir þeirra, Júdas frá Karíot, var óráð- vandur og stal úr sjálfs sín hendi. Nú var hann farinn veg allrar veraldar, keyrður sporurn illrar samvizku út í yztu myrkur. Bjartsýnir hafa postularnir verið, sjálfir fyltir heilögum anda kærleikans, og hafa þeir því gert sér fagr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.