Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 16
142 hafa gefið sig' við þeim rannsóknum í nærri 40 ár, ásamt öðrum vísindamönnum í Sálarrannsóknarfélaginu brezka. Hugskeyti bærust manna milli borg úr borg og úr einu landi í annað. Fyrst út frá því væri gengið, að andi mannsins íhéldi sértilveru eftir dauðann, væri ekki ósenni- legt, að hugskeyti gæti borist frá einum huga til annars, enda þótt annar væri ifluttur úr líkamanum, þar sem sann- að væri, að ihugir manna gæti fundist hér án líkmlegra skynjunarfæra. Enda sagðist Sir 0. L. vita til þess, að mörg slík liugskeyti hafi borist “handan að. ’ ’ 1 annan stað lýsti Sir 0. L. því, hvernig menn liér í heimi ski'ftist á hugsunum með margsfconar meðalfærum (media), svo sem símfærum og símriturum. A sama hátt notuðu andar framliðinna manna miðla til þess að koma skeytum sínum hingað. Sagði hann langa sögu af rann- sóknum sjálfs sín og annara á þiví sviði. Merkilegust var frásögn lians um skeyti frá prófesor Myers, háskólakenn- ara við Oxford, er andaðist árið 1901 á bezta aldri. Hafði hann bundið J»að fastmælum, áður en hann dó, að gera vart við sig handan að, ef þess væri kostur. Sir Oliver Liodge varaði menn við því, að vera auð- trúa á þessa fræði. Sagði, að margt væri villa tóm og blekking. En hann bað menn hafa opin augun fvrir því, sem vísindalega sannaðist í þessum efnum sem öðrum. Um “andatrú” er ekki að ræða hjá Sir 0. L. Ivenningar ■sínar boðar hann að eins sem vísindalegar staðreyndir. L trúarefnum aðhyllist hann kenningar kristinnar kirkju. Eins og skýrt er frá í ritgerð séra Kristins hér að fram- an, cru vísindamenn tregir til að fallast á kenningar Sir 0. L., og mæla margir fastlega á móti. — Mér finst vit- urlegast að láta sáílafræðinga og aðra vísindmenn eiga við þessi efni og bíða úrslitanna rólegir. Vér kristnir menn höfum æðstar sannanir fyrir öðru lífi í fcenningu Drottins vors og frelsara. I þeirri trú erum vér sælir. En ekfci þyrftum vér að amast við því, þó svo færi, að vísindin fcæmist að þeirri niðurstöðu, að kristindómurinn væri sannur í þessu efni sem öðru. B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.