Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1921, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.09.1921, Qupperneq 12
208 liver ööruni; og þegar um flo'kk eöa tegund er aö ræöa, hvaö þá veröld eða alheim, þá töluðu þeir eins og einingin væri í huga vorum aðeins, en ekki í hlutunum sjálfum. Þó vitum vér, að vér getum ekki talað um mcirga hluti án þess að kalla þá eitt, i sömu andránni. Vér hljótum aö tala um mörg epli, eða marga menn, eða að minsta kosti marga hluti. En hví köllum vér þá þessa mörgu hluti sömutegundar einu nafni, ef engin veruleg eining á sér stað meðal þeirra? En einingin, hvernig svo sem henni er háttað, getur ekki verið hafin yfir hlutina sjálfa, eins og hún kæmist af án þeirra; heldur hlýtur hún að vera í þeim fólgin, svo margir sem þeir eru. “Til eru flokkar, óefað, sem svo er háttað, að litið gjörir þar til um hvern einstakan hlut. Svo er um sandhrúguna, til dæmis; hvort þar er einu korninu fleira eða færra, munar næsta litlu; en einmitt af sömu ástæðu gjörir næsta lítið til eða frá um alla hrúguna. Hvað sakar það, þótt henni sé skift í tvent eða þrent? En skiftum sundur lifandi líkama, jurt eða dýri, í tvent, og líkaminn deyr, nema þetta sé gjört með mestu varkárni. Og skiftingin verður því örðugri, sem lifið er á æðra stigi, einmitt fyrir þá sök, að partarnir — líffærin — geta síður komið hver í staðinn fyrir annan, eftir því sem líkams-heildin er fullkomn- ari. Ýmsum af hinum óæðri dýralíkömum má umhverfa, eins og sekk eða fati, og dýrin lifa þá meðferð og gjöra sér brátt að góðu breytinguna. En um æðri likami getur slikt ekki átt sér stað. Því gleggri, sem aðgreiningin er milli partanna, því nán- ari verður einingin. Enn fremur, væri partarnir gæddir bæði sjálfs-vitund og einingar-vitund, þá myndi oss finnast, að þar væri um enn æðri eining að ræða; því er það, að eitt mannfélag, jafnvel þótt skipun þess verði stundum tvisýn og völt í sessin- um, virðist þó fela í sér æðri eining en þá, sem á sér stað í ein- hverjum líkama. “En væri nú limir einhvers félags algjörlega jafnir; en þó hver út af fyrir sig gæddur þeim sérkennum, að hinir gæti ekki án hans verið; og ef ekkert tengi þá saman, nema kærleikurinn einn, og það kærleikur, sem veittur væri og þeginn af öllum jafnt og nyti því algjörrar fullnægingar, þá væri einingin svo fullkomin, að því er virðist, sem hugsast gæti. Og það hefir haft heillavænleg áhrif á heimspekilega hugsun í Norðurálfunni, að hin ráðandi guðfræði lýsti einingu guðdómsins einmitt á þennan hátt; að hún reyndi ekki að hefja til guðdóms-tignar að- greiningarlausan einfaldleik, óþekkjanlegan, heldur þá eining, er eftir insta eðli sínu hlýtur að opinberast eða spegla sig æ bet-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.