Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1921, Side 16

Sameiningin - 01.09.1921, Side 16
272 Skýrsla trúboðans Séra S. O. Thorlákssonar, í Nagoya, Japan.*) Þetta er hin fyrsta opinbera skýrsla, er eg gef SameinuSu lútersku kirkjunnar í Ameríku, um starfið á Nagoya trúboös- stöðinni. Ber því aö gefa hér alment yfirlit um ástæSur og aöal drætti starfsins, sem veriö er að vinna í Aichi-fylkinu**ý í Jap- an fyrir yöar hönd og í nafni Drottins vors. Starfiö á Nagoya stööinni felur í sér trúboösverkið í sjálfri borginni og tænum Chiku'sa. Sem stendur er einnig starfaö i sveit út frá borginni áleiðis til fjallaþorpisns Asuker, sem er 30 mílur noröaustur frá Nagoya. Síðan í fyrrahaust hefir, auk þess, trúboðsstarf verið rekið héðan i Toyohashi og umhverfi þess bæjar. Nagoya, Chicago Japansmanna, er hafnarborg með 500,000 íbúum, 250 mílur vestur af Tokyo, New York Japansmanna, og 125 mílur norðvestur af Osaka-Kobe éTvíbura-borgirnar). Nagoya er iðnaðarbær mikill og miöstöð víötækra verzlun- arviðskifta. Aðal iðnaðurinn er postulínsgerð, leirkerasmíöi, silki og baðmullar varningur, “cloisonne”- og “lacquer”-munir, leikföng og hljóðfæri. Nagoya er og miðstöð mentalífs, með háskóla fyrir lækna, sem er einn af átta skólum þeirrar tegundar í ríkinu, iðnskóla, og ýmsum miðskólum bæði fyrir pilta -og stúlkur, er aldrei stunda nám saman. ■Auk trúboðsins lúterska er öflugt trúboðsstarf rekið af fjórum öðrum kirkjudeildum í borginni. Chikusa er bær með 16,000 íbúum. Er sá bær rétt austur af Nagoya. Þar eru mörg vefnaðar verkstæði, fangahús fylkisins, miðskóli Búddatrúarmanna fyrir drengi, og utarlega í bænum nýr æðri verzlunarskóli. |Trúboð vort er hiö eina starfandi í þessum bæ. í sveit þeirri, er nefnd var, eru 15 bændáþorp með hartnær 20,000 ífcúum. Naumast er nauðsynlegt að taka það fram, að ekki er unt að vinna það trúboðsverk, sem hér þyrfti að vinna, *) Grein þessi er þýðing á skýrslu þeirri, er trúboðinn Islenzki sendi heiðing-jatrúboSsnefnd Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku, er hefir aðal-umsjón með starfi hans. Skýrslan kom I maí I vor og var lesin á kirkjuþing-inu að Lundar, Man. —N. S. Th. **j Aieh mætti þýða annað hvort að “elska þekkinguna”, eða að “þekkja kærleikann.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.