Sameiningin - 01.10.1922, Page 1
ameiningm.
Mánaðarrit til stuðninc/s kirkju og kristindómi íslsndinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi
XXXVII. árg. WINNIPEG, OKTÓ'BER, 1922 Nr. 10
Persóna Jesú Krists.
Erindi flutt á prestafundi kirkjufélags Vestur-íslendinga
á Gitnli i()22.
Eftir séra Adam Þorgrímsson..
Mér hefir veriö úthlutaS því kæra en vandasama hlutverki,
aö flytja hér stutt erindi urn persónu Jesú Krists frá trúfræöi-
legu sjónarmiöi. — Málefnið er mjög yfirgripsmikiö, og má
taka þaö frá fleiri en einni hlið.
Persóna Jesú hefir verið viðfangsefni kristinnar guöfræði
á öllum öldum. Menn hafa reynt aö gera sér grein fyrir per-
sónueðli mannkynsfrelsarans og skýra með röksemdum, hvern-
ig hann er meðalgangari Guðs fööur og mannkynsins.—Þessar
skýringar eru tilraunir mannanna til þess að fullnægja skyn-
seminni, og móta trú sína í heilsteypt heimspekikerfi. En sá
þáttur trúarinnar, sem byggist á heimspeki, er breytingum undir
orpinn. Menn hugsa ekki allir á sama veg og ekki eins á öllum
tímum, jafnvel þótt rökfræöin sé ávalt hin sama i eðli sínu.
Þær skýringar á persónueðli Jesú, sem nú eru alment viður-
kendar, voru geröar á þeim tíma, þegar heimspekin var á öðru
stigi en hún er nú. Það er þess vegna ekki óeðlilegt, þott
skýringarnar kynni að breytast, þó að trúin á Jesúm breytist
ekki Sumir geta felt sig við skýringarnar, og sumir ekki, og
allur fjöldi manna skilur ekkert í heimspekilegum skýringum
um persónu Jesú; en margir þeirra, sem ekki skilja þær, trúa á
Jesúm, sem Guðs son, með enn meira sannfæringarafli en ýmsir
þeir guðfræðingar, sem finst að þeir geti gert sér grein fyrir
eðli persónunnar með skynsenú sinni. — Með þessu er ekki
sagt, aö skýringarnar séu ónauðsynlegar. Þær eru ágætur
stuðningur hugsun þeirra manna. sem hneigðir eru til þess að
hugsa uni persónuna frá heimspekilegu sjónarmiöi. \ ið meg-