Sameiningin - 01.10.1922, Síða 2
290
um að eins ,ekki gleyma því, að slíkar trúfræðilegar (kiogmatic)
skýringar eru umbúðir trúarinnar, en ekki kjarni hennar. Per-
sóna Jesú er stærri en svo, að skilningur okkar geti gert sér
hana ljósa, eða skilið, hvernig hún er tengd Guði og mannkyni.
Við skiljum ekki einu sinni okkar eigin litlu persónu, eða
hvernig hún er í sambandi við Guð og við aðra menn, ef við
treystum á rökfræðina eina saman. Þegar við viljum skygnast
inn í leyndardóma Guðs, þá verðum við að rjúfa fortjald hinn-
ar köldu skynsemi og nálgast náðarsól guðlegrar opinberunar.
Persóna Jesú, eins og hún birtist í orðum hans og verkum
í guðspjöllunum, er sú opinberun, sem enginn getur hrundið
með neinum rökum. “Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami
og um aldir'k hver.nig svo sem mannleg rökfræði og heimsseki
taka stakkaskiftum, og hvernig sem við þrætum um persónu-
eðli hans. Jesús stendur í hug og hjarta hvers einasta manns,
sem les guðspjöllin með óbrjálaðri hugsun, sem einstæð persóna,
dýrleg, máttug og elskuverð. Hinn lifandi Kristur guðspjall-
anna er sú hin guðlega opinberun, sem hrindir kaldri skynsemi
af stóli, og neyðir jafnvel hinn ákveðnasta trúníðing til þess að
falla á kné á móti vilja sínum. Frá hvaða sjónarmiði, sem
menn líta á persónu Jesú, hlýtur hún að yfirstíga mannlegan
skilning, þ.e.a.s., menn geta ekki gert sér grein fyrir henni á
náttúrlegan hátt, því að hennar finst hvergi neinn líki.
Þeir, sem ekki vilja viðurkenna yfirnáttúrlegt eðli Jesú,
verða að vefengja guðspjöllin; þess vegna hefir hin neikvæða
“hærri krítik” gert sinar ítrustu tilraunir til þess að hnekkja
áreiðanleik guðspjallanna. En árangurinn af biblíurannsókn-
unurn hefir orðið sá, að sögulegt gildi guðspjallanna hefir verið
viðurkent, í aðal atriðunum, af öllum málsmetandi mönnum,
sem við rannsóknir hafa fengist, frá báðum hliðum. Hið eina,
sem bygt verður á til þess að hnekkja skoðunum kirkjunnar um
yfirnáttúrlegt eðli Jesú, er þess vegna vantrúin, þ.e.a.s. neitun
að samþykkja hið yfirnáttúrlega í guðspjöllunum, á þeim grund-
velli, að það komi í bága við eðlilegan gang náttúrunnar, eins
og við þekkjum hann, og sé þvi óvísindalegt og ósannanlegt. —
En það er eftirtektarvert, að þeir, sem vefengja guðspjöllin, að
því leyti sem þau skýra frá hinu yfirnáttúrlega, byggja samt
sem áður á áreiðanleik ritanna í öðrum atriðum. En það sýnir
ekki góða dómgreind. Ef hið yfirnáttúrlega, sem skýrt er frá
í guðspjöllunum, er óáreiðanlegt, þá er ekki vísindalegt, að
byggja á öðrum atriðum sömu rita (nema þau atriði styðjist við
önnur rit, sem talin eru ábyggileg). — Við höfum engar viður-