Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1922, Page 5

Sameiningin - 01.10.1922, Page 5
293 sem eru ánægSir meö gang lífsins, eins og hann kemur þeim fyrir sjónir. Erum viS ánægSir meö ósamlyndi, hræsni, lygi og ótrúmensku í allskonar myndum, sem viS sjáum hér um bil hvar sem við lítum í kringum okkur? Erum við ánægSir með að sjá glæpi framda, og þjófnað, rán, morð, ófriö—stríð, sem kosta líf miljóna manna og .leiða af sér hina hörmulegustu eymd? Erum viS ánægðir með það aS vita, aS við sjálfir höf- um ástríðu til þess að gera það, sem í raun og veru er andstyggi- legt í augum sjálfra okkar, já, vitum, ef til vill, aS viS höfum gert þaS? Nei, við erum ekki ánægðir með heiminn, ekki á- nægSir með okkur sjálfa. En hvaS sættir okkur viS lífiS ? Og hvaS heldur okkur frá því aS sökkva dýpra og dýpra í þessa spillingu, sem okkur hryllir við? HvaSa ljós lýsir þetta hræði- lega myrkur? Er nokkur efi um þaS í huga nokkurs manns, aS það er Jesús, og kenningar hans, sem sætta okkur viS lifiS, aS það er dýrðarljóminn frá honum, sem lýsir myrkrið í mannlífinu? Jesús sagði líka sjálfur: “Eg er lj'ós heimsins; hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lifsins” fjóh. 8, 12). í Jesú Kristi sjáum viS þaS, sem er gagnstætt ranglætinu, og gagnstætt öllu hinu illa og ljóta í mannlífinu. í honum sjá- um viS persónu, sem aldrei gerir neitt ljótt, sem aldrei segir neitt, sem sé ósatt eSa óviðeigandi. Jesús hjálpar öllum, sér- staklega þeim, sem lítilmótlegastir eru og bágast eiga. Jesús ver lífi sínu til þess að kenna niönnunum aS þekkja sannleikann, og elska GuS og menn; og hann telur ekki líf sitt of dýrmætt til að fórna því fyrir vini sína og óvini. Jesús ávítar alt óréttlæti, alla grimd, allan hefndarhug, alla hræsni, i einu orði, alt þaS. sem ljótt er og auvirðilegt í fari mannanna. — Við sjáum engan blett á lífi Jesú.i ViS sjáum i honum þaS fullkomnasta og bezta, sem okkur getur dreymt um. Og þess vegna hrífur hann okkur á vald sitt; viS trúum honum, og höldum okkur við hann, og kenningu hans, eins og akkeri,.til þess aS vonzka heimsins hreki okkur ekki út á haf örvæntingarinnar. Miskunarleysi eigingirninnar og samkepninnar verður eins og að engu, þegar við lítum til Jesú, því aS viS vitum, aS í kærleika hans finnum við sannleikann æðsta, hvað hátt sem hatriö gnæfir, hvað langt sem ilskan leiSir hugi mannanna. AS þesu leyti er Jesús okkur fyrirmynd og hugsjónatak- mark. Annars vegar í huga okkar er hatriS og siSspillingin, en hins vegar elska Jesú, sem alt sigrar. Og viS lítum til Jesú og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.