Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 8
296
manna, sem geta fundiö til, og sem þekkja Jesúm, laðast að
honum og trúa honum. Þegar við kynnumst Jesú, þá finnum
við ósjálfrátt, að hann er Guðs sonur, því að það bezta, sem
bærist í brjóstum okkar, er í samræmi við kenningar hans.
Ritningin segir, að maðurinn hafi verið skapaður í Guðs mynd.
Við höfum fallið í synd og saurgað guðsmyndina i okkur; en
samt finnum viö, þegar Jesús birtist okkur, að hann samsvarar
guðsmyndinni upprunalegu. Og sælir eru þeir, sem trúa á
Guðs-soninn, því að þá skirist aftur guðsmyndin, sem þeir bera
inst í sál sinni, og þeir komast í samfélag við Guð.
Þessi er dómur sögulegra heimilda og dómur mannlegrar
tilfinningar: Jesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs. •— Hann
hefir sannað það, með því að lifa heilögu lífi; hann hefir
sannað það, með því að fullnægja hjarta tnannsins með lifi sínu
og kenningu. Hann hefir sannað það með upprisu sinni, og
með áhrifum sínum í sögu mannkynsins.
Nýjar Bœkur.
i.
7'rúmálavika Stúde'ntafélagsins: Brindi og Umrœöur.
Eins og áður hefir verið getið um í “Sam.”, þá gekst Stú-
dentafélagið í Reykjavík fyrir fundahöldum um trúmál dagana
13.—18. marz síðastL Vakti “trúmálavika” þessi mikla eftir-
tekt og hefir verið um hana rætt og ritað. Nú er komin út bók
með erindum þeim, er flutt voru á fundunum og umræðum, sem
út af þeim spunnust. Er bókin einkar skemtileg og verður að
sjálfsögðu lesin með áhuga af mörgum.
Fyrst í bókinni er stutt erindi um aðdraganda og upphaf
trúmálafundanna eftir hr. Vilhj. Þ. Gíslason, formann Stúdenta-
félagsins Koma þá hver af öðrum fimm fyrirlestrar, um sina
trúmálastefnuna hver: 1. 'Nútíma trúfræðin, eftir prófessor'
Sig. Sívertsen; 2. K.E.U.M., saga þess, starf og stefna, eftir
séra Eriðrik Eriðriksson; 3: Stefnuskrá Guðspekifélagsins, eftir
séra Jakob Kristinnsson; 4. Afstaða Sálarrannsóknarfélagsins
við kirkjuna, eftir prófessor Harald Nielsson; og 5. Kristur og
kirkjan, eftir .séra Bjarna Jónsson. Þar á eftir koma umræð-
urnar um fyrirlestrana, og tóku þátt í þeim þeir, er nú skal
greina: Vilhj. Þ. Gíslason, form. Stúdentafél.; Jakob Krist-
innsson, prestur; Sig. Kristófer Pétursson, rithöfundur; Einar