Sameiningin - 01.10.1922, Síða 17
305
7- Ýmislegt úr kirkjultfi 'Norðmanna. Eftir præp. hon.
Sigurö Gunnarsson. Er þetta stuttur útdráttur úr skýrslum
norsku biskupanna. Hjálpar meö ööru til aö gera ritiö fjöl-
breytt.
8. Þarft erindi Um starfsrœkslu kirkjugarða, eftir Felix
Guðmundsson, úmsjónarmann kirkjugarösins í Reykjaviki
Margt af því á erindi til vor hér vestra, því fjarri fer þvi, aö
kirkjugarðar séu alment hirtir eins og vera ber.
9. Fágœt biskupsingsla.
10. Frumkristni þjóðar vorrar, eftir dr. theol. Jón Helga-
son tiskup. Er þetta ágætt erindi, sem ætlaö er til alþýöu-
fræöslu. Er þaö til fyrirmyndar í því efni.
11. Áskorun frá séra Eiríki Albertssyni um aö prestafé-
lagiö helzt gefi út Alþýðlcgar biblíuskýringar.
,12. Kirkjan og frjálsar skoðanir um trú og siðgœði
Þýtt úr dönsku af præp. hon. Siguröi Gunnarssyni.
13. Sigitr og hnignun Múhameðstrúarinnar, eftir Áge
Meyer Benedctsen, flutt á prestastefnunni í Reykjavík 1921.
Hér i islenzkri þýöing. Fróölegt erindi og uppbyggilegt.
14. og 15. Hvorttveggja eftir prófessor Harald Níelsson.
Fyrst prédikun: l'cgar hjörtun taka að brenna, svo ritgerö:
Sálarrannsóknirnar og kirkjan A Englandi. Séra Haraldur er
oröinn svo vel kunnur sem prédikari, aö óþarfi er aö lýsa hon-
um. Hann talar af áhuga og sannfæringu, og meö krafti lif-
andi mælsku. Þessi prédikun lians er gott sýnishorn af stól-
ræöum hans, sem komið hafa út á prenti. Hér gætir ekki mjög
andatrúar hans, en jx) nokkuö, Hver kristinn maöur getur
haft mikla uppbyggingu af prédikun þessari, eins og líka af
fjölda af ræöum hans, en athugulum mönnum nnvn oft finnast
biblíuskýringar hans nokkuð fjarstæöukendar, þegar hann vill
lesa andatrúarfyrirbrigöi nútímans inn i nýja testamentið. —
Ritgeröin síöari segir frá framgangi andatrúarinnar innan
ensku kirkjunnar, og er óbeint áskorun til íslenzku kirkjunnar
aö snúast eins viö þessari hreyfingu. Síöan það var skrifað,
hefir biskup íslands komiö mjög eindregiö og ákveöið fram
gegn andatrúnni. Bendir hann á bók gegn Spiritismanum eftir
Martensen-Larsen, danskan rithöfund og fræöimann. i ritsjá
þeirri, er birtist í þessu sanva liefti Prestafélagsritsins. Er i
þeirri bók nveöal annars beinlínis tekin fyrir afstaöa séra Har-