Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1922, Síða 24

Sameiningin - 01.10.1922, Síða 24
312 minn, fullur áhuga fyrir aö prédika orðið. Hann starfaði í Tovo- hashi í sumar sem leið, og hefir nú sent inn beiðni til prófnefndar- innar að fá að verða skipaður fastur prédikari. I Asuke, fjailstað okkar, hafa tveir verið skírðir. Nokkrir eru þar og, er leita og beðið hafa um fræðslu. Þegar hópur trúaðra vex í þessu þorpi, verður að sjá þeim fyrir fastri þjónustu af manni þar búsettum. A svæðinu milli Nagoya og Asuke, sem er um 30 mílur, eru 15 þorp eða fleiri, nær því ósnert. Þrátt fyrir okkar Ford hefir ekki verið vinnandi vegur að gera annað úti á lands- bygðunum, en ofurlítið sáningsverk. Auk stöðva þeirra, sem nú hefir verið minst, mætti nefna ýms þorp, þar sem við höfum kynst fólki og trúboðsverki ætti að vera hrundið áfram og trúuðum safnað saman og sönfuðir myndaðir. En bæði hefir skort tíma og verkamenn. Nú fyrir skömmu komu 30 ungir menn i þorpi einu við aðal-járnbrautina milli Nagoya og Toyohashi og báðu þess, að sér væri veitt föst kensla í kristin- dómi, en enginn vegur hefir verið til þess enn, að verða við beiðni þeirra. Fyrir fáum dögum kom hópur bankaþjóna hér í borginní og báðu um kenslu í biblíunni á hverri viku. Þarna kom tæki- færi, sem við höfum verið að bíða eftir 4 síðustu árin. Hér í annari eins borg og Nagoya, er þörf á öðrum lúterskum trúboðshjónum, að minsta kosti, og nokkrum kventrúboðum, ef til mála á að koma að gera byrjun til þess að keppa við tæki færin, sem bera að höndum. Samherjar í trúboðsstarfinu hér í fylkinu, tilheyrandi öðrum kirkjum, verða varir sömu áhrifa anda Drott- ins og við. Og þykjumst við sjá, að fyrir höndum er uppskera, er neyta þarf allrar orku til að hirða. 1 hvívetna, og hvað mikið sem við leggjum á okkur, þá erum við sífelt látin til þess finna, hve fáir verkamennirnir eru og fátæklegur útbúnaðurinn. Nagoya, Japan, i janúarmánuði 1922. Virðingarfylst, S. O. Thorlaksson. Sunnudagsskóla-lexíur. Deild þessa anuast séra G. Guttormsson. 5. LBXÍA :—Jesús tólf ára—Lúk. 2, 40—52. MINNISTEXTI: Og Jesús þroskaðist a'ð visku og vexti og náð hjá Guði og mönnunt—Lúk. 2, 25. í sambandi við lexíuna ætti að lesa sögurnar um Símeon og Önnu fLúk. 2, 22-39), um vitringana frá Austurlöndum, barna- morðið og flóttann til Egyptalands ('Matt. 2. kap.). Guðspjöllin flytja éngar sagnir af uppvaxtarárum Jesú Krists. nema þessa einu frásögn Lúkasar, sem fyrir liggur í textanum. En þessi stutta saga nægir til að sýna okkur, að æska frelsarans var

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.