Sameiningin - 01.10.1922, Side 25
313
heilög og hrein, og að hann gaf öllum börnum fyrirmynd til ai5
breyta eftir.
“Sveinnihn óx og styrktist, fullur vizku, og náö Guös var yfir
honum,” segir Lúkas. 1 þessu var Jesús fyrirmynd allra barna.
Hvert er hiö sérstaka hlutverk æskunnar? Aö þroskast, andlega og
líkamlega. En þroskinn er kominn undir næringuhni; áhrifunum,
sem við veröum fyrir. Ef viö sækjumst eftir góöri næringu, en
foröumst þaö sem óholt er, þá veröur þroskinn góður og farsæll;
annars ekki. Frelsarinn óx og styrktist eins og önnur börn, dafn-
aði á þeirri andlegu næring, sem skaparinn algóður og heilagur vill
veita okkur öllum.
Náttúrufegurðin er fjölskrúðug og tíguleg í landinu helga.
Himinhá fjöll að norðan, afar-djúp lægð umihverfis farveg Jórdan-
ar; hafið að vestan, sandauðnir að sunnan og austan; landið skift-
ist í fjalla-öræfi með frjósömum dölum og grundum inn á milli.
Jurtalífið ákaflega fjölbreytt, og eins landbúnaðurinn, einkum í
fornöld. Og heilög minning var fólgin í öhnefni hverju um alt
landiö, svo að segja. En óvíða var þó útsýnið fegurra, en einmitt
umhverfis Nazaret, þar sem Jesús ólst upp. Bærinn stendur sunn-
an og austan í hæð nokkurri, við norður jaðarinn á fögrum dal og
frjósömum í Galíleu sunnanverðri. Þar er ýndislegt um að litast á
hæðunum umhverfis dalinn. Og Jesús elskaði fegurð náttúrunnar
af öllu hjarta. Þ að sýnir bæði kenning hans og ótal atvik, sem
•Guðspjöllin skýra frá. Við eigum að taka eftir fegurðinni í kring
um okkur; leyfa henni að heilla hjartað. Hún göfgar lífið og færir
okkur nær Guði.
Jósef var trésmiður, og Jesús mun hafa lært þá ið(h á meðan
hann var barn að aldri. “Smiðurinn, sonur Maríu”, var hann kall-
aður í Nazaret ('Mark. 6, 3). Vann i æsku fyrir sér og móður sinni
með eigijn höndum. Og þegar hann tók að ferðast um og kenna,
þá lagði hann meira á sig en nokkru sinni áður, og hafði yndi af
annríkinu JJóh. 5, 34-35; 9, 4). Við þurfum snemma að venja okk-
ur á iðni og ástujndun. annars er hætt við, að við verð.um ónytjung-
ar alla æfi. Iðjulaust líf er eins og ósáinn akur: ekki að eins arð-
laust, heldur gróðurreitur alls konar lasta og óheilinda.
Foreldrar Jesú voru góð og guðrækin. Þau fóru dyggilega
með ungbarnlið Jesúm eftir lögum og venjum trúar sinnar. Ritning-
argreínir mun hann hafa byrjað að læra um leið og hann fékk málið,
eins og öninur Gyðinga börn. Frá sjöunda ári til tólf ára aldurs
mun hann hafa verið uppfræddur í lögmáli Móse, öðrum ritningum
gamla testamentisins og kenningum feðranna. Fjársjóði þessa
geymdi frelsarinn í heilögu hjarta, eins og við vitum, og við eigum
allir að líkja eftir honurn í því efni.
Galíleumenn voru ekki eihs einangraðir og drambsamir i trú
sinni, eins og Gyðingarnir í Júdeu. Þ.að var meira af útlendu fólki
í norður hluta landsiins. I gegn um Nazaret lágu þrír þjóðvegir.
Kaupmannalestir útlendar, þjóðhöfðingjar með fríðu föruneyti, her-