Sameiningin - 01.03.1914, Side 25
21
„Viljuglega í vorn stað gekk,
var sú framkvæmdin guöi þekk;
fö'öurnum hlýöni fyrir oss galt,
fullkomnaöi svo lögmál allt.“—(10. v.J.
45. sálmrinn, er hljóðar um dauða Jesú, er dýrmætr
sigrsöngr trúaðar sálar xít-af því, að Jesús iiefir sigrað
danðann í vorn stað með dauða sínum á krossinum.
Sálmrinn út-af síðusári Jesú, 48. sálmrinn, er óvið-
jafnanlegt trúarmál. Allar æðar Jesú standa opnar í
kvölinni, dreyra-lœkirnir dynja og flœða ofan krossinn,
en „gegnum Jesú helgast hjarta“ fær syndugr maðrinn
litið upp-í himininn.
Síðasti sálmrinn lýsir því, hvernig syndir mannanna
sé grafnar niðr-í gröf með Kristi og þær sjáist aldrei
framar:
„Þú grófst þær niör-í gröf meö þér,
gafst þitt réttlæti aftr mér,
í hafsins djúp, sem fyrir spáö finnst,
þeim fleygðir innst,
um eilífð verðr ei á þær minnzt."
Friðþægingar-kenningin hefir réttilega nefnd verið
hjartablað kristindómsins. Nokkrir oflátungar vorrar
aldar, þeir er við spreng 1 iggr af lau*dóms-reigingi, hafa
orðið til þess að kalla kenning þessa ósiðlega. Það
megum vér þó vera öruggir um, að aldrei tekst þeim að
ná Passíusálmunum rít-úr hjörtum landa sinna. Við
friðþæging Krists, fórnargjörð hans í vom stað, munu
syndugar sálir hugga sig með tilstyrk heilags anda til
daganna enda.
Hið annað trúar-atriði, sem aðallega einkennir
Passíusálmana, hljóðar um synda-sekt mannsins, og
skulu hér tilfœrð sýnishorn af kenning þeirra um það
efni:
„Samvizkan mig nú sjálfan slær,
sé eg það gjörla, Jesú kær!
mín synd, mín synd, hún þjáði þig,
þetta allt leiðstu fyrir mig.
Aví, hvað hef eg aumr þræll
aukið þér mœðu, drottinn sæll!
„Mér virðist svo sem min misgjörð
sé meiri’ að þyngd en himinn og jörð;