Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1914, Page 10

Sameiningin - 01.03.1914, Page 10
6 til dœmis minna á önnur eins ljóð og „Leirkarlsvísur“, og að því sérstaklega, er til rímsins kemr, nýárssálminn, er svo byrjar: „Arið liýra nú hið nýja náðargóðr sendi landi voru guð“, sem hann yrkir seinasta ár sitt að Hvalsnesi. 8. vers í sálmi þeim sýnir bezt, hve listfengr rímari hann var: „Kasti verstu kostum lasta Kristr hæstr, mestr, fólki frá: víst svo traustið festum fasta " fyrst og síðst þeim glæsta gesti ætíð á, ást þýðasta brjóst ei bresti, byrstr þjóstr horfinn sé, geystum lasta-gusti fresti lasta lestir, flestir næsta falli’ í hlé.“ Næsta stig á skáldskapar-ferli Hallgríms er það: Hann verðr súímaskáld. Hér er að hugsa um kristilega. sálma hans almenns efnis. Af þeim skal þó hér aðeins nefna tvo: „A einum guði’ er allt mitt traust“, og „Þú, kristin sála! þjáð og mœdd“, sem í heild sinni ætti að komast inn-í sálmabók íslenzku kirkjunnar, en ekki brot aðeins einsog enn er orðið. Sumu, sem þar er bezt og dýrmæt- ast, hefir verið sleppt. Á útfararsálminn óviðjafnanlega þarf ekki að minna: „Allt einsog blómstrið eina“. Sögu- Ijóðin mörgu eftir H. P. úr lieilagri ritning, sem aðeins, að fyrri alda sið, hafa verið sett í rím til þess að festa söguefnið í minni lesenda, ekki heldr að minna á, en af allt annarri ástœðu: Þau áttu ekki að vera neitt annað en rímað sögumál—enginn skáldskapr, engin auka-hugs- an frá rímara, eða engin andleg smíð af hans hendi. „Ungmenna morgunbœn“ og „Ungmenna kvöldbœn“ í Ijóðformi ætti að komast inn-í barnafrœði íslenzk, sem ætluð eru unglingum þjóðar vorrar til náms á undan ferming. En á hæst stig skáldskapar lyftist H. P„ þá er hann hefir tekið að yrkja út-af píslarsögu frelsarans, og er orðinn hið mikla Passiusálnia-skáld. Þar birtist hann í hæsta veldi, og gnæfir hæst við himin. Þar fullnast

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.