Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 11
7 skáldlist lians, og tiin kristna trú lians blasir þar við í dýrð sinni. Af því sérstök ritgjörð kemr í blaði þessu, ná- kvæm og vönduð, um þetta meginritverk bans, skal ekki neitt frekara um það sagt hér, nema aðeins þetta: Passíu- sálmarnir eru lang-sterkasti vottrinn, sem unnt er fram að leiða úr andlegu arfsafni íslendinga gegn þeirri af- neitan friðþægingarinnar, sem nú einmitt í allra síðustu tíð kveðr svo hávært við á háum stöðum í kirkju þjóðar vorrar. Annað það, að fastákveðið er, að Passíusálm- arnir allir í heild sinni verði einn flokkr í sálmabók lút- erskra Yestr-lslendinga, þá er hún kemr út—væntanlega áðr en mjög langt líðr. Og þetta hið þriðja: Undir- staða nýju guðfrœðinnar og þeirra villukenninga allra, sem þar fylgja með, var og er biblíu-„kritík“. En „kri- tík“ sú hófst með því, að farið var að rekja upp sögurit- in helgu (fyrst í gamla testamentinu og siðan í hinu nýja), einsog þá er þræðir eru sundr raktir í ofnum dúk. Við það hvarf allt guðlegt í ritum þeim; aðeins liið mann- lega og ófullkomna sást. 1 sambandi við þetta vanlielga glæfra-fyrirtœki skal nú minnt á vers eitt í 36. Passíu- sálmi, þarsem H. P. liefir að yrkisefni smáþátt þann í píslarsögunni, er skýrir frá því, livað g'jört var við klæði Jesú af hermönnunum rómversku, er krossfestu hann. 4. versið: „Kalla eg merki klæðin hans kristnina’ í heimi hér, um fjórar áttir foldar-ranns flolíkr sá dreifði sér; lífkyrtill þessi lausnarans líknarorð blessað er; vilji því skifta skynsemd manns, skilning sannleiksins þver.“ Hér er spádómr, sem nú í allra síðustu tíð hefir rætzt ut-í yztu æsar í sögu kristinnar kirkju—það sérstaklega í spádóminum, að spekingarnir, sem röktu guðs orð í sundr með hinum vísindalegu áhöldum sínum, og allir, sem blindandi gleyptu við kenningum þeirra, misstu skilning á þeim helga boðskap; þeir glötuðu guðs orði. Kyrtillinn var prjónaðr, og varð því ekki skorinn eða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.