Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 45

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 45
4i Datt mér þá í liug efnið þetta, sem bent er til með fyrir- sögninni, enda liafði eg nokkuð um það liugsað áðr. Vaktist athygli mitt á því fyrst við lestr æfiágrips Ií. P. eftir dr. Grím heitinn Thomsen, sem fylgdi fyrra bindi útgáfu hans á Sálmum og ljóðum H. P. (1887). Hann minnist á vandvirkni H. P. á Passíu-sálmunum; og mun ekkert þar ofsagt. En sem dœmi vandvirkni hans tekr liann, að H. P. liafi orkt 23. sálminn um, og prentar liann í eldri myndinni til samanburðar. Dregr þá ályktun, að Hallgrímr liafi orkt liann mn af því liann liafi verið óánœgðr með kveðskapinn á honum. Segir þó, að hann sé „hér um bil eins vel orktr einsog 23. Passíu- sálmrinn, einsog hann nú finnst í sálmunum, að einni eða tveim smekkleysum undanskildum.£í Ályktunin fannst mér röng. Þóktist eg sjá aðra ástœðu, minntist á það við dr. Jón Bjarnason, en hann gat ekki séð það. Vitanlega er vandvirkni H. P. og vandlæti við sjálfan sig hér augljós; en viðvíkjandi öðru þó en því, sem Gr. Th. talar um. Ef skáldið liefði verið óánœgt með búninginn, þá var honum innan handar að laga misfellurnar, ekki sízt þegar þær voru smávægilegar að dómi dr. Gr. Th. Óá- nœgja hans með sálminn mun því liafa verið út-af laginu, sem liann hafði orkt undir. Hann hefir fund- ið til þess, að það átti ekki við efnið. Lagið er með fallegustu og sönghœfustu lögum vorum (Kom skapari heilagi andi). En söngvit H. P. hefir sagt honum, að of bjart væri yfir því lagi, til þess að syngja það við sálm um húðstrýking Jesú. Þess vegna yrkir hann sálminn um og velr lag, sem átti ágætlega við efnið. Þetta sýnir söngvit hans um leið og samvizkusemi og vandlæti. Þess vegna hefi eg verið svo fjölorðr um það. Hið sama sýna og Passíusálmarnir yfirleitt. Sá, sem yrkir sálma, þarf bæði að vera sálmaskáld og að liafa vit á sálma-lögum. Ósamrœmi má ekki eiga sér stað milli sálmsins og lagsins, ef lagið á að vera sálmsins lag. Annars verðr sálmrinn sunginn með annarlegu lagi, er skemmir þá sálminn, þótt fallegt sé í sjálfu sér. H. P. hefir kunnað að velja lög, og það aðdáanlega. Um <ekkert lag við neinn Passíusálmanna verðr sagt, að það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.