Sameiningin - 01.03.1914, Side 33
29
hin andlegu Ijóð lians. En væri hinsvegar spurt um, hvert
sérstakt atriði í trúarljóðum H.P. manni þœtti vænzt um,
þá myndi eg fyrir mitt leyti segja: um frelsisvissu þá, er
hann, sem guðs barn, sýnir að hann hefir. Þetta kemr
mjög skýrt og glögglega fram. Hann veit, að hann er
frelsuð vera. Hann veit, að Jesús hefir leyst hann frá
synd og dauða. Þessa vissu byggir liann auðvitað á guðs
orði, en ekki eingöngu á því, heldr og líka á persónulegri
reynslu, sem liann, fyrir guðs náð, hefir sjálfr orðið fyrir.
Þetta er það, sem gjörir liann styrkan í trúnni. Þetta
er það, sem varpar fagnaðarblæ yfir ljóð hans. í þessu
liggr, að eg hygg, einn sterkasti þáttrinn í því undra-
afli, sem kemr fram í trúarljóðum lians.
• i.. i i t ' • ■ •
1 sámbandi við þessa persónulegu reynslu H. P.
stendr vafalaust það, hve oft hann talar í fyrstu persónu.
Hann er ekki sí og æ að tala um aðra, hvað aðrir skuli
gjöra, eða hvers aðrir megi vænta. Af slíku tali er fullt
í sálmaskáldskap vorum. Iíallgrímr talar beint út-úr
eigin hjarta sínu. Hann er ekki eilíflega að segja „þú,
þú“, gjör þú þetta eða hitt. Miklu fremr snýst hann oft
að sjálfum sér með áminningar, ásakanir, huggunarorð,
eða livað annað, sem liggr fyrir til umrœðu í það eða það
skiftið. Tökum til dœmis 14. og 15. versið í öðrum
Passíusálminum:
„Mér virðist svo sem tnín misgjörð
sé meiri’ að þyngd en himinn og jörð;
því Jesús það föðursins orðið er,
sem allt með sínum krafti ber,
flatr varð þó að falla þar,
þá fyrir mig bar hann syndirnar."
Hér er skáldið ekki að snúast að náunganum við hlið
hans og segja honurn, hve syndir hans sé afskaplegar.
Nei, það er „mín misgjörð“, sem er „meiri að þyngd en
himinn og jörð“. Þegar eg svo les þessi orð eða syng
þau, þá verða þau einsog að mínum eigin orðum: Mín
misgjörð „er meiri að þyngd en himinn og jörð“. Eg
verð líka með honum, þegar liann kemr að því, þarsem
Jesús bar syndirnar,—„þá fyrir mig bar liann synd-
irnar“. Svo get eg þá líka átt hlut með honum, þegar