Sameiningin - 01.03.1914, Síða 36
32
hjálpina nú þegar, — ekki fyrir eigin verðleika, sem eng-
ir eru, — heldr fyrir guðs náð í hans heilaga syni og fyr-
ir hana eina.
Stundum hefir verið bent á, að með frelsisvissunni
geti hœglega slœðzt nokkurskonar andlegr hroki, að maðr,
fyrir það að vita að maðr er frelsaðr, þykist öðrum meiri
í trúnni og í þjónustu drottins. Óefað er þarna hætta.
Satan leitar vafalaust á suma einmitt á þessu svæði.
Hafi hann leitað þarna á Ilallgrím Pétrsson, þá hefir það
áhlaup misheppnazt. Hvergi getr meiri auðmýkt en í
ljóðum þessa mikla trúarskálds. Það er aðeins í krafti
Jesú, sem hann treystist að standa. Lítum t. d, á 4.
versið í fjórða Passíusálminum:
„Ef eg skal ekki sofna í synd
(syo er náttúran veik og blindj,
um steinsnar máttu eitt mér frá liíii i
aldrei, minn Jesú! vikja þá.“
„Með eigin kröftum enginn verst.“ Svo kvað kirkju-
faðir vor, Lúter. Sama er trú og reynsla Hallgríms Pétrs-
sonar. Eigin máttr má sín lítils. En í mætti Jesú
fær maðr staðizt. Það er sá eini kraftr, sem má reiða
sig á. Eeynsla trúaðra guðs barna, á hverri tíð sem er,
samþykkir þetta vitanlega afdráttarlaust. Og svo lengi
sem maðr gáir þess, að allr máttrinn kemr frá guði, þá
er bægt frá hættunni að þykjast öðrum fremri í trú og
andlegri upplýsing.
Og svo að ending langar mig til að minna á 14. vers-
ið í fertugasta og áttunda Passíusálminum, þarsem sálu-
hjálparvissan og frelsisfögnuðrinn koma svo skýrt í ljós.
„Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp eg líta má,
guSs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ eg reyna’ og sjá,
hryggSarmyrkriS sorgar svarta
sálu minni hverfr þá.“
Hér eru engin liálfyrði. Allt afdráttarlaust og ákveðið.
Fögnuðinn, vissan og ákveðinn, á skáldið í vændum. Það
getr ekki brugðizt. En einungis í Jesú nafni getr þetta þó
orðið. Miklu fyrr á tímum var annar mikill maðr, sem
einnig hafði þessa vissu: „Að öðru leyti er handa mér