Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 28
24 festa þær sér í minni og gjöra þær að lífsreglum sínum. Á þessa staði skal sérstaklega bent, og gjörði lesendr vel að íhuga þá: 11. sálmr, 9., 11. og 14. v.; 13. sálmr, 2„ 3. og 9. v.; 16. sálmr, 5.-10. v.; 21. sálmr, 3. v.; 22. sálmr, 8. og 9. v.; 23. sálmr, 12. v.; 28. sálmr, 4.-6. (heimsádeila); 31. sálmr, 9. og 10. v.; 34. sálmr, 4.-6. v.; 36. sálmr, 6. v.; 37. sálmr, 4. og 5. v.; 38. sálmr, 10. v.; 49. sálmr, 14. og 16. v; 50. sálmr, 6. v. 2. Hvergi eigum vér Islendingar, nema í ritning- unni sjálfri, aðra eins uppsprettu-lind heilags huggunar- máls einsog í Passíusálmunum. Enda eru það vers úr þeim sálmum, sem vér í mótlæti lífsins og við aðkomu dauðans tökum oss í hug og lijarta fremr en nokkuð annað. Hallgrímr Pétrsson hefir kennt þjóð vorri að bera krossinn, bera liann með þolinmœði og rósemi. Þótt ekki liefði liann annað verk unnið, fengjum vér guði aldrei fullþakkað fyrir hann. Á eftir fara nokkrir staðir úr Passíusálmunum, þar- sem lesa má huggunarmálið dýrmæta: 3. sálmr, 8. og 11. v.; 5. sálmr, 9. v.; 13. sálmr, 11. v.; 25. sálmr, 10.-12. v.; 30. sálmr, 11. og 12. v.; 32. sálmr, 22. v.; 37. sálmr, 10. og 14. v.; 40. sálmr, 17. og 18. v.; 47. sálmr, 14. og 23. v. 3. Óteljandi spakmæli, siðferðileg speki í fám orð- um samsettum með svo mikilli Hstfengi, að að málshátt- um hefir orðið, eru í Passíusálmunum, og eru hér tilfœrð nokkur þeirra: „Sá, sem er einn í ráðum, oft mœtir skaða bráðum“ (7, 2); „Yarastu þig að reiða ríkt á ríkismann- anna hylli“ (8, 22); . . „fallvölt er frænda og vina trúin“ (9, 2); „Ambátt með ygldu bragði er þessi veröld leið“ (11, 12); „Oft má af máli þekkja manninn, liver helzt hann er“ (11,15); „Þú veizt ei hvem þú hittir þar, heldr en þessir Gyðingar“ (14,19); „Heimr versnandi fer“ (15, 11); „Hvað liöfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyf- ist það“ (22,10); „Þetta, sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann“ (27, 6). Hinn þriðji aðal-þáttr Passíusálma-efnisins er bœnin. Líklega hefir ekkert íslenzkt hjarta beðið eins heitt og H. P„ og enginn annar en frelsarinn sjálfr kennt oss svo

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.