Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1914, Page 6

Sameiningin - 01.06.1914, Page 6
86 Minnumst þess, í fyrsta lagi, hvaÖ guð gaf þjóð vorri með þessum manni. Beztu gjafirnar, sem guð gefur þjóðunum, eru mennirnir, sérstaklega spámennirnir, er hann sendir þeim til að leiða þær á brautir gæfu og sann- leika. Guði sé lof fyrir marga slíka menn, sem hann hef- ir gefið þjóð vorri. Og meðal hinna helztu og beztu þeirra má óhætt telja hann, sem vér nú erum að kveðja. Enginn hefir elskað íslenzka þjóð og íslenzka tungu meir en hann. Hann var útvalinn af guði til þess að fylgja þjóðarbrotinu, sem fluttist vestur yfir liafið, og verða leiðtogi þess í nýju lieimkynnunum, fyrsti og æðsti ráð- lierra Vestur-lslendinga. Hann átti mestan þátt í því, að stofna hér nýtt Island og knýta bygðirnar hér við ætt- landið heima, halda þjóðflokknum laér við þjóðflokkinn þar. Fyrir það afrek hefir hann fengið verðskuldaða viðurkenningu á ættjörðinni. Eitt liöfuð-skáld íslands minnist þess í ljóði, segjandi til lians: “Þökk fyrir alla þessa smáu, þú sem hélzt við föðurgarð, þar eru feður þeirra stóru Þegar verk þín bera arð.” Minnumst þess, í öðru lagi, hvað guð gaf kirkju vorri með þessum manni. Enginn vafi getur verið á því, að þar á íslenzk kirkja að sjá á bak þeim manni, sem verið hefir eitt hennar bjartasta ljós. Ahrif hans á trúmál þjóðarinnar, bæði austan og vestan hafs, eru fyrir löngu viðurkend. Hann var lengi sem rödd lirópandans í eyði- mörku, sem kallaði á þjóðina að vakna. Bit hans geym- ast komandi kynslóðum og liafa þegar myndað nýtt tíma- bil í kirkjulegum bókmentum Islendinga. Starf hans fyr- ir kristindóminn hér vestra er alkunnugt. Af öllum mönnum liefir hann gert mest til að safna saman hinum dreifðu brotum þjóðarinnar og mynda félags-samband meðal Islendinga hér í landi, til varðveizlu og eflingar kristinni trú feðra vorra. Honum á kirkjufélag vort lang-mest að þakka. 1 23 ár var liann forseti þess, og til dauðadags var hann líf þess og sál, að svo miklu leyti sem það má um nokkuð mannlegt segja.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.