Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 9

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 9
89 Hví skyldum vér ekki fagna yfir því, að liann hefir kvaddnr verið á konungsfund til að meðtaka lárviðar- sveig hetjunnar, sem lengi og trúlega hefir barist undir merki konungsins? Sannarlega megum vér allir fagna yfir því, að liann fékk heimfararleyfi án þess að elli og eymd fengi áður bugað hann til fulls og gert lionum lífið að birði. Já, lofað sé nafn drottins fyrir það, að hann tók, einsog fyrir það, að liann gaf.—Já, lofað sé drottins nafn fyrir þennan dýrðlega mann, sem hann gaf og tók. En fánýt er lofgjörð vor og þakklæti vort ófullkom- ið, ef vér ekki látum þakklætinu neina fórn fylgja. Og hvað eigum vér þá að bera fram sem fórn til þakkargerð- ar fyrir vin vorn? Þá fórn, að einsetja oss það hér við kistuna hans, og biðja guð að gefa oss náð til að fram- fylgja því síðar, að geyma alt hið góða, sem hann kendi oss, að styðja það alt, sem hann áformaði, að hlúa að því öllu, sem hann elskaði, að leiða fram til sigurs alt það, sem liann barðist fyrir. — Það heit skulum vér hér allir vinna í Jesú nafni og með því þakka honum, og þakka guði, sem gaf oss hann. - Drottinn gaf og drottinn tók lofað veri drottins nafn.—Amen. Dr. séra Jón Bjarnason. Ræða flutt við útförina í kirkjunni 9. Júní. Eftir séra Eriðrik Friðriksson. Að foringjar veittu forystu í ísrael, að fóllvið Jcom sjálfviljuglega—fyrir þao lofið drottin. Heyrið þér. hlustið á, drottin vil eg vegsama, lofsyngja drotni, Isra- els guði.—Dóm. 5, 2—3. Þegar eg nú stend í þessu guðs húsi og sé fyrir mér þennan stóra söfnuð þjóðar minnar og kistuna, sem geymir látnar leifar þess manns, sem drottinn vor og guð hefir gefið oss að foringja, þess manns, sem var einn hinn fyrsti brautryðjandi drottins meðal þjóðflokks vors

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.