Sameiningin - 01.06.1914, Síða 12
92
meS gleði: Það er mikil sæmd fyrir liina íslenzku ])jóð.
að hafa átt fyrir son þennan foring-ja, sem gnð gaf oss
þegar mest lá á; en það er líka sæmd fyrir þjóðflokk vorn,
að fólkið kom og skipaði sér í kirkjuraðirnar, þegar for-
inginn kom fram, svo að upp gat risið vel skipað og fram-
kvæmdasamt kirkjufélag, sem víst meira en nokkuð ann-
að, hefir haldið uppi sæmd hins íslenzka nafns í þessarri
stóru álfu, svo að það eigi druknaði í liinum mikla mann-
straumi liins risavaxna liérlenzka menningarlífs. Já,
fyrir þetta vil eg vegsama drottin á þessarri stundu og
lofsyngja Israels gnði, honum, sem gjörir dásemdarverk-
in. En svo vil eg líka leyfa mér að henda á við þessa
kistu, á þessari átakanlegu skilnaðarstund, þegar ekki að
eins þessi söfnuður er að kveðja sinn elskaða hirðir.
heldur alþjóð Islendinga vestan hafs og austan einn sinn
bezta og mikilhæfasta son, eg vil þá henda á, hvílíka
ábyrgð vér höfum, sem nó eftir lifum.
Yor ágæti foringi er fallinn, en hann féll með sigri
og sæmd, hann vegsamaði gnð með lífi sínu og vann sig-
ur, ekki í eigin krafti, heldur fyrir blóð lambsins, orð
vitnisburðar síns og af því að hann elskaði ekki líf sitt
svo að honum ægði dauði. Hann er nó kominn heim
sjálfur, heim í hvíldina, sem hann aldrei unti sér meðan
hann lifði á meðal vor, en minning hans hrópar til vor og
hvetur oss og eggjar til þess að standa nó fast saman og
berjast hinni sömu góðu baráttu, sem hann barðist, að
gjöra fulla alvöru af því að vígja oss drotni frelsara vor-
um með líkama, sál og anda, að halda hinu mikla og góða
verki áfram guði til dvrðar og til blessunar fyrir vora
þjóð. Minning hans kallar til skaranna að koma nó sjálf-
boða og skipast undir merki Krists.
Með engu getum vér lieiðrað minningu liins látna guðs
þjóns eins og með því, að vér á þessum degi vildum gjöra
guði vor heit og gefa oss lionum algjörlega, snóa oss til
hans af öllu hjarta og taka að helga lionum alt vort líf og
starf. — Og til yðar, þér ungu ,hrópar hin blessaða minn-
ing leiðtoga yðar: Komið sjálfboða í heilagri prýði til
guðs, og þá mun hann aldrei láta yður vanta foringja
meðal vor til þess að leiða málefni sitt til sigurs. Við